Kringum heiminn
12. maí - Staðsettir rétt fyrir utan Þrándheim PDF Print
Saturday, 12 May 2007

Bræðurnir eru nú staðsettir 10-15km fyrir utan Þrándheim.

Hjólað var í glæsilegu veðri þó örlítið köldu frá sjávarmáli upp í um 1.000 metra hæð. Farnir voru firðir og heiðar Noregs.

Þeir urðu þó að snúa við á einum stað vegna snjó á veg þar sem ekki var búið að ryðja.

Þeir hjóluðu um 580km í dag í rólegheita akstri.

Staðsetning þeirra hefur verið skráð í "Við erum hér". 

Sast uppfrt ( Saturday, 12 May 2007 )
 
11. maí - Lavik PDF Print
Friday, 11 May 2007

Kapparnir eru komnir til Lavik í Noregi.

Þeir hjóluðu um 100 kílómetra í dag og var frekar kalt að hjóla en bjart.

Þeir halda svo ótrauðir áfram á morgun.

 
10. maí Kapparnir á siglingu PDF Print
Thursday, 10 May 2007

Kapparnir voru þegar seinast heyrðist frá þeim að fara um borð í norrænu frá Færeyjum

Það er búið að vera rólegt hjá þeim eftir frekar stífa keyrslu á þriðjudaginn þar sem eknir voru um 750 kílómetrar frá Reykjavík til Egilstaða.
Nánar um það má lesa á bloggin hjá honum Sverri og er tengill á það hér fyrir ofan.

 Sverrir var í viðtali í morgunútvarpinu á Rúv og má hlusta á kappann hér.

Fleiri fréttir þegar meira heyrist frá þeim 

 
08. maí - Brottför PDF Print
Tuesday, 08 May 2007

Þá er ferðin að hefjast.

Stefnt er að því að kapparnir leggi af stað frá Motor Max klukkan 10 í dag. 

Sast uppfrt ( Wednesday, 06 June 2007 )
 
05. maí 2007 Kynning á ferðinni í Motormax PDF Print
Saturday, 05 May 2007

Í dag, 5. maí kl. 12, kynna Einar og Sverrir Þorsteinssynir ævintýraferð sína Round the World í verslun MotorMax að Kletthálsi 13. 

Eins og nafnið bendir til verður farið hringinn í kringum hnöttinn.  Ferðin tekur 90 daga og verða kapparnir fyrstir Íslendinga til að keyra torfærur og vegleysur svo vikum skiptir á framandi slóðum til að ná þessu ótrúlega markmiði. 

Líttu við og hittu kappana og sjáðu græjurnar sem koma eiga þeim hringinn í kringum hnöttinn

Sast uppfrt ( Wednesday, 06 June 2007 )
 
<< Byrjun < Nrri 11 Eldri > Endir >>

Niurstur 91 - 95 af 95