Kringum heiminn
26. júní - Japan PDF Print
Tuesday, 26 June 2007

Loksins komnir til Japans, búnir að leysa hjólin út sem er sólarhring fyrr en þeir bjuggust við. En merkilegt að vera á japönskum hjólum, og hafa hjólað alla leið til Japans á þeim.

Hjóluðu einhverja 30 km, í vinstri umferð með einni smá skekkju sem var ekki mikið mál að leiðrétta sem betur fer. Öll skilti auðvitað á japönsku og ekki viðlit að skilja auðvitað, og lítið um að fólk tali ensku. Þannig að það eru erfið tjáskiptin.

Sáu mikið af Drive-In hótelum á leiðinni og voru mikið að spá í að taka bara svoleiðis gistingu svona fyrstu nóttina þangað til þeir áttuðu sig á því að þetta voru í raun "hóruhús" þar sem gisting er ódýr en það sem fylgir kostar!

En fararstjóri dagsins fann lúxushótel þar sem þeir gista á í nótt.

Planið fyrir næstu daga er að fara til Tokyo og vera komnir þangað á fimmtudag, fara í sendiráðið og ná í pappíra  og athuga með flutninginn yfir til Alaska. Svo voru þeir komnir í samband við mótorhjólaklúbb Cayoun (eða eitthvað svoleiðis) og kannski hitta þeir einhverja meðlimi hans.

Það er um 25° C hiti og rakamistur í Japan og 9 tíma munur núna. 

Í gær voru liðnar 7 vikur af ferðalaginu og 6 vikur eftir.

 
25. júní - Á leið til Japans PDF Print
Monday, 25 June 2007

Þeir eru kátir að vera komnir aftur á ferð hringfararnir okkar.

Skipið sem þeir eru á er aðeins minna en Norræna en það fer vel um þá og fengu þeir góðan nætursvefn fyrri nóttina.

Þeir eru í fullu fæði og finnst þeir ekki vera gera annað en að borða þarna um borð. Það er matartími á ákveðnum tíma, og ef þú mætir ekki þá sorry, ekki hægt að fara á neinn annan veitingastað!

En sjórinn er spegilsléttur og gengur allt vel. 

 
24. júní - Vladivostok dagur 6 PDF Print
Sunday, 24 June 2007

Jæja, hjólin voru sett um borð um sex leytið. Um kl. 21.30 voru þeir enn að bíða í tollinum en svo rétt fyri 01.00 voru þeir komnir um borð í ferjuna og lögðu síðan af stað um 02.00.

Og nú eru þeir staddir út á ballarhafi, og sést í nokkur skip í fjarska.

Með ferjunni eru nokkur hundruð manns en lítið af farartækjum, bíladekkið hálftómt nema hvað tvö mótorhjól standa þar! 

Kveðja frá tveimur kátum um borð í ferjunni til Japans. 

Sast uppfrt ( Monday, 25 June 2007 )
 
23. júní - Vladivostok dagur 5 PDF Print
Saturday, 23 June 2007

Allt í rólegheitum í Vladivostok og beðið eftir sunnudeginum. Þurfa að tékka sig út kl. 10 af hótelinu, og eiga svo að mæta með hjólin kl. 16 en skipið fer ekki fyrr en kl. 21.

 

Sast uppfrt ( Saturday, 23 June 2007 )
 
22. júní Vladivostok dagur 4 PDF Print
Friday, 22 June 2007

Fóru og skoðuðu gamla kafbáta síðan úr seinni heimstyrjöldinni í dag ásamt því að vinna í  pappírsmálum.

Skipið komið til Vladivostok en það leggur af stað um kl. 21 á sunnudagskvöldið. Svo nú er bara að leika túrista á meðan beðið er.  

 
<< Byrjun < Nrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Eldri > Endir >>

Niurstur 46 - 54 af 95