Kringum heiminn
08. júní - Rússland PDF Print
Friday, 08 June 2007

Þá eru þeir komnir til Rússlands aftur. Það tók um 5 klst. allur sá pakki, bið og pappírsvinna. Landamæraverðirnir skoðuðu vel og lengi passana þeirra enda ekki margir íslendingar þarna á ferðinni. Annars var mikið af fólki frá Mongólíu að fara yfir og greinilegt að það er vel athugað áður en því er hleypt inn í landið.

Hjóluðu samtals um 400 km.  Nú er 9 klst. munur.

Eru komnir til Ulan-Ude og eru á hóteli þar, uppi á 9 hæð og voru á leið í sturtu en eitthvað var langt í heita vatnið svo hún hefur eflaust verið köld blessuð sturtan.

Hjólunum var komið fyrir í kjallara hótelsins innan um alskyns leiðslur og snúrur.

Fara að Baikalvatni á morgun og svo áfram í austur!

Sast uppfrt ( Wednesday, 13 June 2007 )
 
07. júní - Vísaáritun í höfn PDF Print
Thursday, 07 June 2007

Í dag fengu þeir vísaáritunina eins og áætlað var, og voru tveir kátir bræður sem héldu af stað áfram ferð sinni hringinn í kringum hnöttinn.

Hjóluðu 220 km. en þeir lögðu ekki af stað fyrr en um kl. 5 eftir að hafa fyllt á bensín og gert allt klárt.

Hittu Ástrala á sextugs aldri sem hefur verið að ferðast út um allan heim á mótorhjóli. Spjölluðu við hann og þáðu góð ráð.

Gátu eldað kvöldmatinn á eldunargræjunum loksins en þeir fengu réttan bensínbrúsa í Ulan-Batar. Eins fjárfesti Einar í nýrri dýnu, en hin hafði "punkterað" og því ekki mikil not í henni þannig. Fundu smá drag til þess að tjalda í fyrir nóttina og halda til Baikalvatns á morgun. En fyrst er að komast aftur inn í Rússland og vonandi gengur það vel.

Sast uppfrt ( Wednesday, 13 June 2007 )
 
06. júní - Svíinn PDF Print
Wednesday, 06 June 2007

Í morgun fóru þeir í smá ferðalag út fyrir borgina og fóru m.a. á bak úlfalda .

Þegar þeir komu á hótelið þá var Svíi einn að stíga af mótorhjóli. Hann er einnig á hringferð eins og þeir og svipuð ferðaleið. Sniðugt það.

Annars finnst þeim að ferðalag númer 2 sé á næsta leyti og bíða óþreygjufullir eftir því að komast af stað.

Þeir vonast til þess að pappírarnir verði tilbúnir um 2 á morgun, svo hægt verði að leggja strax af stað. Fyrst verður ferðinni heitið að Baikalvatni.

Minni á viðtalið við þá á morgun í morgunþætti Hrafnhildar og Gests Einars á Rás 2.

Sast uppfrt ( Wednesday, 13 June 2007 )
 
05. júní - Túristar í Mongólíu PDF Print
Tuesday, 05 June 2007

Í dag skoðuðu þeir bræður sig aðeins um í höfuðborginni, fóru m.a. í Þjóðminjasafnið. Svo eru þeir búnir að setja "allan" fatnað í hreinsun, sem veitti ekki af og dytta að ýmsu, eins og t.d. eldunargræjunum sem virka loksins og svo fengu þeir sér aðra bensínbrúsa.

Í kvöld fóru þeir á Mongólskan restaurant og fengu sér steik. Matreiðslan fór fram við borðið en þeim fannst allt yfirbragð mjög svo amerískt. Hittu Þór frá Rauða krossinum og spjölluðu lengi saman. Skruppu á Írskan pöbb þar sem tónlist frá Mongólíu var spiluð af frábærum gítarleikara.

Á morgun er meiningin að skreppa aðeins út fyrir borgina og skoða sig um. Annars eru þeir orðnir óþreyjufullir, vilja helst drífa sig af stað. En á fimmtudaginn eiga þeir að fá pappírana og vonandi gengur það eftir. 

Sast uppfrt ( Wednesday, 06 June 2007 )
 
04. júní - Sótt um áritun inn í Rússland PDF Print
Monday, 04 June 2007

Í dag sóttu þeir um vísa áritun inn í Rússland aftur og eiga að koma á fimmtudaginn kl. 14.00 til að ná í hana.

Ákváðu að hvíla hjólin í dag og hafa verið að rölta um borgina og skoða sig um. Hitinn er um 27° C. Nú er 8 klst. munur þar eð Mongólía breytir ekki yfir í sumartíma.

Þrítugasti dagur ferðarinnar er í dag og finnst þeim það alveg ótrúlegt. Bæði að hafa verið allan þennan tíma á leiðinni, en hitt að eiga svo tvo mánuði eftir þangað til þeir koma heim.

En gott að fá nokkurra daga hvíld áður en þeir leggja í næsta hluta.

Sast uppfrt ( Wednesday, 06 June 2007 )
 
<< Byrjun < Nrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Eldri > Endir >>

Niurstur 64 - 72 af 95