Reykjavík - Gíbraltar
15. maí 2013 PDF Print
Wednesday, 15 May 2013
Fimmti hjóladagur í Evrópu kominn á enda. Lögðum af stað um kl 7:30 og vorum á ferðinni til kl 18:00. Héldum áfram suður hásléttuna í hefðbundnu veðri, skýjað með lítilsháttar rigningu, sólskini og roki. 
Þegar við komum niður af hásléttunni tókum við stefnuna á Gíbraltar og vorum komnir þangað um kl tvö. Fórum inn í breska heimsveldið og skoðuðum allt svæðið. Fórum hringinn í kringum klettinn og hjóluðum líka eftir göngum sem liggja inni í klettinum. Þetta var einn af hápunktum ferðarinnar hingað til. Eftir Gíbraltar voru hjólaðir síðustu 50 km til Tarifa. 
Tilfinnigin sem helltust yfir okkur þegar þangað kom er bara lík þeirri sem var þegar við komum til Nordkapp, alveg tvístök. Við vorum komnir á syðsta odda Evrópu á mótorhjólunum sem við lögðum af stað að heiman frá okkur. 
Eftir Tarifa skildu leiðir og Jóhannes "járnrass" lagði af stað beint til Álaborgar en þangað ætlar hann að vera kominn á laugardagskvöld. Við Sverrir fundum hótel í um 50 km fjarlægð frá Tarifa og erum að slappa af í fyrsta sinn frá því á laugardaginn. 
Við ætlum að sofa út á morgun og færa okkur eitthvað austur með strönd miðjarðarhafsins. 
 
Image
Feðgar í heimsókn í breska heimsveldinu Gíbraltar
 
Image
Komnir á syðsta odda Evrópu með Afríku í baksýn
 
Image
Ferðafélagarnir komnir á áfangastað
 
Image 
Sjáið, búinn að fara á bæði nyrsta og syðsta. 
Sast uppfrt ( Wednesday, 15 May 2013 )
 
14. maí 2013 PDF Print
Tuesday, 14 May 2013
Erum komnir til lítils bæjar rúma 100 km fyrir sunnan Madrid. Við eigum eftir um 520 km til Tarifa og reiknum með að ná þangað upp úr hádeginu á morgun. Við byrjuðum um kl sjö í morgun í skýjunum ágætis veðri. Fljótlega eftir að við komum inn í Spán brást á með sól og hita og landslagið breyttist til hins betra, með fjöllum og góðu útsýni eftir að við komum upp á hásléttuna. Sléttan er í um 600 m hæð en við fórum hæst í 1500 m. 
Það gekk á ýmsu í dag, keðjan fór af hjólinu hjá Sverri á fullri ferð á hraðbraut og þurfti tilfæringar til að ná henni og setja á hjólið aftur. Þetta tókst allt ma. með góðri hjálp vegalögreglunnar. 
Við lentum í skýfalli, hagléli, þrumum og eldingum með tilheyrandi stórflóði á hraðbrautinni rétt utan við Madrid en komumst heilir en hundblautir út úr því.
Allt í allt spennandi og góður dagur, líklega sá besti hingað til. 
 
Image
Fyrstu sólargeislarnir í ferðinni birtust á Spáni
 
Image 
Verið að gera við keðjuna á DR Big í skurði við hliðina á hraðbrautinni
Sast uppfrt ( Tuesday, 14 May 2013 )
 
13. maí 2013 PDF Print
Tuesday, 14 May 2013

Erum komnir til Biarrits, borgarinnar þar sem Jói býr með annan fótinn þessa dagana. Dagurinn byrjaði á hefðbundinn hátt með rigningarsudda og köldu veðri. Við lögðum af stað kl 07:00 og komum hingað til Biarrits um kl 20:30, þetta var því annar langur dagur. Við hjóluðum tæpa 900 km í dag. Þegar við komum suður undir borgina Bordau létti til og okkur líður eins og sumarið hafi birst um stundar sakir. Við ætlum að fara eins langt og við getum í átt að Tarifa á morgun en það eru um 1200 km þangað.

Image
Á tapasbar í Biarrits, heimabæ Jóa. 

Sast uppfrt ( Tuesday, 14 May 2013 )
 
12. maí 2013 PDF Print
Sunday, 12 May 2013
Jæja, langur dagur að kveldi kominn. Við hjóluðum á níunda hundrað kílómetra í dag og vorum á ferðinni í næstum 13 tíma. Komum við hjá Erik Vogt framleiðanda Track diesel hjólsins í Valkenburg í Hollandi. Erik yfirfór hjólið mitt og útskrifaði það með ágætis einkunn. 
Veðrið hélt áfram að vera með sýnishorn af sólskini og blíðu annarsvegar og roki og rigningu hinsvegar. Ætlum til Biarrits, þar sem Jói hefur aðsetur, á morgun og gista heima hjá honum. 
 
Image
Dæmigert stopp í ferðinni. Bensínstöðvarnar allar eins nema fjögur mismunandi tungumál í dag.
 
Image
Ég og Erik Vogt Travk "pabbi" á verkstæðinu hans í Valkenburg
 
Image 
Frábær "frönsk" máltíð á ameríska staðnum Buffalo Grill, með "Frakkanum" í hópnum 
Sast uppfrt ( Sunday, 12 May 2013 )
 
11. maí 2013 - 2. færsla PDF Print
Saturday, 11 May 2013

Erum komnir til Bremen. Hjóluðum á sjöunda hundrað km í dag. Veðrið var rysjótt, sól, rigning og rok skiptust á á leiðinni. Förum til Valkenburg í Hollandi á morgun og hittum Erik Vegt sem smíðaði diesel hjólið mitt.  Reiknum með að gista einhversstaðar í norður Fraklandi á morgun.

Image
Staðurinn þar sem ferðin endaði í fyrra. 

Sast uppfrt ( Sunday, 12 May 2013 )
 
<< Byrjun < Nrri 1 2 Eldri > Endir >>

Niurstur 10 - 18 af 18