Ferðir
10. Januar 2015 PDF Print
Sunday, 11 January 2015

Ushuaia! 

Image

Sast uppfrt ( Sunday, 11 January 2015 )
 
9. Januar 2015 PDF Print
Saturday, 10 January 2015
Við náðum því!
 
Í dag komumst við til Ushuaia og kláruðum að hjóla PanAmerican hraðbrautina frá Deadhorse í Prudhoe Bay í Alaska til Ushuaia í Tiera Del Fuego í Argentínu.
 
Verkefnið að hjóla niður PanAmerica hraðbrautina var tekið í þremur áföngum. Fyrsti áfanginn var tekinn árið 2007 þegar við fórum frá Fairbanks í Alaska til Los Angeles í Californiu. Annar áfanginn var í ágúst 2014 þegar við fórum frá Fairbanks til Prudhoe Bay. Og svo þriðji áfanginn var að fara frá LA til Ushuaia á tímabilinu desember 2014 - janúar 2015.
 
Á næstu dögum þegar ég verð komin í betra netsamband og 'sálin' er búin að ná mér mun ég setja inn myndir frá Patagoníu, Chile og Argentínu.
Ég vildi óska að þú gætir upplifað þessa tilfiningu, en!!! það er eingöngu hægt með því að fara ferðina.
 
Bestu kveðjur frá Ushuaia 
 
 
We made it. 

Today we reached Ushuaia and finished riding the PanAmerican highway from Deadhorse in Prudhoe Bay, Alaska, to Ushuaia, Tiera Del Fuego, Argentina.

The PanAmerica highway project was in three parts. The first one in 2007 riding from Fairbanks, Alaska to Los Angeles, California. The second part in August 2014, riding from Fairbanks to Prudhoe Bay. And the third part riding from LA to Ushuaia in December 2014 and January 2015.

In the coming days when I am in better internet connection and when the "soul" is catching up, I will post pictures from Patagonia Chile and Argentina.
I wish you could experience the feeling, but !!! it can only be experienced by living it.

Best regards from Ushuaia
 
3. Januar 2015 II PDF Print
Sunday, 04 January 2015
Eftir að hafa hafið ferðina í Los Angeles og farið 15.000 km erum við aftur komnir til Los Angeles. Í þetta sinn er LA í Chile. Mótorhjólið hefur fengið þarfa yfirhalningu í dag og allt lítur vel út fyrir framhaldið.
 
Eftir að hafa þverað landamærin inn í Chile hélt sama eyðimerkurlandslagið áfram. En það var ein stór breyting. Strax og við vorum komnir yfir landamærin voru ruslið sem hafði umkringt okkur og verið út um allt horfið. Hvers vegna þetta er svona get ég bara giskað á en mig grunar að efnahagur og velferð hafi eitthvað með það að gera.
 
Eyðimerkurlandslagið frá Perú hélt áfram og varð meira og meira áberandi. Við hjóluðum í gegnum eina þurrustu eyðimörk á jörðinni, fyrir utan heimskautin, á malbikuðum vegi með laaaangar fjarlægðir á milli einhvers annars en sands. Maður fer að hugsa hvað gerist ef við lendum í vandræðum.
Síðastliðna tvo daga höfum við verið að nálgast höfuðborgina, Santiago, og landslagið og vegirnir hafa breyst til muna. Grænir akrar með vínvið og trjám og tvöfaldar akreinar á hraðbrautunum með þjónustu á 50-80 km fresti. Þetta er svo gott að það verður hálf leiðinlegt og upplifunin er að þú gætir alveg eins verið í Bandaríkjunum eða Evrópu og sérð varla muninn.
Það er einn dagur í viðbót af því sama áður en við förum að komast í mun áhugaverðara landslag. Patagonia bíður okkar með malarvegum, fjöllum og fallegu landslagi á Carretera Austral veginum sem margir sem hafa farið kalla fallegasta veginn í heiminum.
Ég hlakka til þeirrar upplifunar.
 
 
After starting in Los Angeles and riding for 15.000 km we are again in Los Angeles. This time though LA in Chile. The motorcycle have had some needed service today and everything looks fine for the continuation.

After crossing the borders into Chile more of the same desert landscape continued. But there was one major change. Imitatively after the crossing the litter flowing and laying all over the place was gone. Why this is like it is I can only guess but I can imagine that economy and welfare have something to do with it. 

The desert landscape from Peru continued and got even stronger. We rode through one of the driest deserts on earth, outside the Arctics, on a paved road with loong distances between anything else than sand. It's gets you thinking what would happen if you ran into trouble.
The last two days we have been getting closer to the capital, Santiago, and the landscape and roads have changed dramatically. 
Green fields with wine and trees and double laned highways with service every 50-80 km. It's so good that in fact it becomes kind of boring and you experience that you could just as well be in the US or Europe and really don't see the difference. 
We have one more day of the same before starting getting into much more interesting landscape. Patagonia is waiting with gravel roads, mountains and beautiful scenery on the Carretera Austral road which many that travel the road call the most beautiful road in the world.
I look forward to that experience.
 
3. Januar 2015 PDF Print
Saturday, 03 January 2015
Norður Chile, sandur og þurrasta eyðimörk í heimi á leið til mið-Chile, græn og gullfalleg en gæti verið hvar sem er í heiminum. Miklar andstæður. 
 
North Chile, sand and the driest desert on earth to central Chile, green and beautiful but could be anywhere in the world. Big contrasts.

Sast uppfrt ( Sunday, 04 January 2015 )
 
30. Desember 2014 PDF Print
Tuesday, 30 December 2014
Við erum búnir að kveðja Perú og erum komnir til Chile.
Upplifunin af Peru er mjög blönduð. Fólkið er vinalegt og ber af sér góðan þokka. Þú sérð fólkið að sópa gólfin og líka gangstíginn fyrir framan húsin sín. Það sjást líka verkamenn að sópa hraðbrautirnar. En allsstaðar á almenningsstöðum, sérstaklega rétt fyrir utan bæina eru haugar af rusli. Það er sorglegt að sjá hversu litla virðingu þeir sýna landinu sínu.
 
Í Perú upplifðum við bara sand og eyðimörk. Þar sem við erum að fylgja PanAmerica hraðbrautinni fórum við meðfram vesturströndinni og þar er bara sandur. Í miðju landi eru fjöll og á austurströnd Perú eru regnskógar. 
 
We have now said goodbye to Peru and have started our journey in Chile.
The experience from Peru is mixed feelings. The people are friendly and give a good impression. You see people sweeping the floors and even the dirt pavement in front of their houses. You even see workers sweeping the highway. But everywhere in public areas especially just outside the small towns there are piles of litter. It's sad to see how little respect they have for their country.

The Peru we have experienced is only sand and dessert. As we are following the PanAmerica highway we rode on the west coast and that is only sand. In the middle there are mountains and on the east side of Peru is the rainforest.
 
<< Byrjun < Nrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Eldri > Endir >>

Niurstur 1 - 9 af 179