Ferðir
17. júlí - Florence, Oregon PDF Print
Wednesday, 18 July 2007

Gistu á Motel Old Town Inn.

Vöknuðu í rigningu og 16° C hita, en svo hlýnaði þegar leið á daginn.

Eru að dóla suður ströndina og eiga eftir ca. 1600 km. til LA. 

Minni á bloggið hans Sverris. 

 
16. júlí - Raymond PDF Print
Monday, 16 July 2007

Gistu í eldgömlu móteli í bæ sem heitir Raymond. 

Hitastigið um 15° C og jaðrar við að nýju fötin séu ekki nógu hlý til að hjóla í.

Eru að færa sig nær strandlengjunni sem þeir ætla að fylgja niður eftir til Los Angeles. 

Sast uppfrt ( Wednesday, 18 July 2007 )
 
15. júlí - Íslendingadagurinn í Bellingham PDF Print
Sunday, 15 July 2007

Áttu skemmtilegan dag í Bellingham þar sem milli 70 og 80 íslendingar komu saman og gerðu sér glaðan dag. 

Þáðu heimboð hjá Hafdísi Þóru Árnadóttur og manni hennar Jim, þar sem reiddir voru fram dýrindis réttir, ostrur og grillaður lax. Áttu ánægjulega kvöldstund með þeim hjónum.

Þau voru búin að tjalda úti í garði, en Einar og Sverrir litu hýru auga til tjaldsins og minntust dagana sem þeir höfðu sofið í litla tjaldinu og gátu ekki staðist það og fengu að sofa í því. 

Eru nú í Tacoma og eru búnir að fá sér önnur föt til þess að vera í á hjólunum, buxur og jakka en svo er málið að finna pláss fyrir gallana í töskunum á hjólinu.

Ætla að halda eitthvað áfram suður í dag og við fáum nánari staðsetningu á morgun. 

Sast uppfrt ( Monday, 16 July 2007 )
 
14. júlí - Bellingham PDF Print
Saturday, 14 July 2007

Hjóluðu um 750 km. til Bellingham. Var haft samband við þá og þeim boðið á Íslendingadag í dag laugardag í Bellingham, og ætla þeir að staldra þar við og sýna sig og sjá aðra, eins og sagt er.

Hitinn þolanlegur þegar þeir lögðu af stað í gær en komst upp í 34° C sem er ansi mikið, þannig að þeir ætla að athuga á morgun hvort þeir fá ekki annan fatnað til þess að hjóla í. 

Tók um tvær klukkustundir að komast í gegnum landamærin inn til USA og er skemmtileg lesning af því á blogginu hans Sverris. Endilega kíkið á það. 

 
13. júlí - Prince George PDF Print
Friday, 13 July 2007

Hjóluðu 480 km. í steikjandi hita, 34° C.

Stefna á Vancouver.

Allt gengur mjög vel og bestu kveðjur. 

 
<< Byrjun < Nrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Eldri > Endir >>

Niurstur 109 - 117 af 179