Trips
8. júlí - Dawson city PDF Print
Sunday, 08 July 2007

Hjóluðu 470 km. í gær. Fóru veg sem kallaður er Top of the world til Dawson city, Þurftu að sigla með pramma yfir Yukon fljótið til að komast á leiðarenda.

Ágætis veður um 15°C, skýjað en þurrt.

Mjög gaman að koma til bæjarins. Öllu haldið í þessum gamla byggingarstíl.

Minni á myndir á blogginu hans Sverris. 

 
7. júlí - Fairbanks PDF Print
Saturday, 07 July 2007

Byrjuðu að hjóla í rigningu og sudda, en veðrið lagaðist þegar leið á daginn. Sáu því miður ekki McKinley fjallið. Veðrið breyttist þegar leið á daginn og komst hitinn í ca. 25° C og sól og blíðu.

Hjóluðu 530 km. til borgarinnar Fairbanks. Þegar leið að miðnætti breyttist veðrið aftur og fór að rigna og miklar þrumur og eldingar.

Næsta stopp áætla þeir að vera Dawson city í Kanada. 

 
6. júlí - Mountain McKinley PDF Print
Friday, 06 July 2007

Hvíldust vel í Anchorage eftir allt tímaruglið.

Fóru svo í tollinn og náðu í hjólin. Fengu fína aðstöðu til að setja allt saman.

Síðan var ekkert annað í myndinni en að leggja af stað.

Hjóluðu 220 km. í ekta íslenskri veðráttu eða rigningu og 13 - 15° C hita.

Eru nú staddir á vegahóteli sem er nefnt eftir fjallinu McKinley, og er þarna í nágreninu. Rúmin 120 á breidd, ekta amerísk.

"On the road again" hljómaði í útvarpinu áður en þeir fóru að sofa.

Meiningin er að hjóla norður til Fairbanks áður en þeir fara að snúa sér til suðurs.

Hjólin virka alveg frábærlega og þeir kampakátir með að vera lagðir af stað.

Last Updated ( Friday, 06 July 2007 )
 
5. júlí - Anchorage Alaska PDF Print
Thursday, 05 July 2007

Lentir í Alaska eftir um þriggja tíma flug frá Seattle og komnir á hótel.

Sverrir var í viðtalinu á Rás 2 rúmlega 8 í morgun en þá var klukkan rétt yfir 12 á miðnætti þannig að þeir eru núna 8 klst. á eftir okkur.

Morgundagurinn (dagurinn í dag) fer í það að finna hjólin og taka þau úr tollinum og gera klár fyrir næsta áfanga og vonast þeir til þess að geta lagt af stað á morgun föstudag.

 

 
4. júlí - Seattle PDF Print
Wednesday, 04 July 2007

Létu vita af sér þegar þeir millilentu í Seattle. Þar var rúmlega þriggja tíma bið áður en þeir lögðu af stað til Anchorage í Alaska, eða um klukkan 21.00 að okkar tíma.

Sverrir farinn að tala sína Flórídensku og þeir kampakátir eftir mjög svo stífa daga í Japan.

Eins og Sverrir sagði í gær þá fara þeir yfir dagsmörkin þannig að þeir eiga að lenda í Alaska á nánast sama tíma og þeir lögðu af stað á frá Tókíó, eða um klukkan 17.00 þann 4. júlí!

Það er stór áfangi sem þeir eru búnir með, og það verður gaman að fylgjast með þeim þegar þeir fara Alaska, Kanada og Bandaríkin. 

 

Last Updated ( Wednesday, 04 July 2007 )
 
<< Start < Prev 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Next > End >>

Results 118 - 126 of 179