Ferðir
29. júní - Í hita og svita PDF Print
Friday, 29 June 2007

Hittu Antony í dag og voru með honum að snatta, náðu í bremsuborðann fyrir hjólið hans Einars m.a. 

Fara á morgun í ferð með Cajun mönnum eitthvað upp í fjöllin.

Ólýsanlegt að vera þarna í Tókíó.

Mikill hiti og raki, en allt í besta og kærar kveðjur til allra. 

 
28. júní - Ferðamenn í Japan PDF Print
Thursday, 28 June 2007

Eru búnir að vera í steikjandi hita, 36° C, og miklum raka í dag.

Ferðast með lestinni milli staða, farið í sendiráðið til að ná í pappíra, í leiðangur til að ná í nýjar loftsíur, en hinar voru búnar að gera sitt verk. Einnig vantaði bremsuborða hjá Einari að aftan.

Minni á viðtalið við Sverri í morgun á ruv.is. Einnig hægt að nálgast það á bloggsíðunni hans Sverris,    

 
27. júní - Tokyo PDF Print
Wednesday, 27 June 2007

Létu fyrst vita af sér í dag þegar þeir voru komnir undir Tokyo Tower.

Ákváðu að taka hraðbrautina inn til Tokyo og hringsóluðu um miðborgina þangað til þeir fengu leigubílstjóra til þess að guida þá að Tokyo Tower. Sá keyrði á undan þeim og svo þegar þeir voru komnir þá vildi hann ekki taka neina borgun fyrir. En Tokyoborg er alveg ólýsanleg.

Búnir að ná sambandi við Antonio sem ætlar að lána þeim íbúð í nokkra daga.

Núna eru þeir komnir í íbúðina sem þeir fengu lánaða en það tók u.þ.b. 1 1/2 tíma að hjóla þangað. 

Ætla í pappírsmálin á morgun og einnig að nálgast einhverja varahluti sem þá vantar.

Þessi hjólaklúbbur sem þeir voru búnir að ná sambandi við heitir Cajun sem þýðir útlendingar eða outsiders, og eru meðlimirnir útlendingar í Japan, en þannig kemur þetta nafn til. Meiningin er að hjóla með þeim um helgina og verður það vonandi eitt ævintýrið enn. 

Sast uppfrt ( Sunday, 30 December 2007 )
 
26. júní - Japan PDF Print
Tuesday, 26 June 2007

Loksins komnir til Japans, búnir að leysa hjólin út sem er sólarhring fyrr en þeir bjuggust við. En merkilegt að vera á japönskum hjólum, og hafa hjólað alla leið til Japans á þeim.

Hjóluðu einhverja 30 km, í vinstri umferð með einni smá skekkju sem var ekki mikið mál að leiðrétta sem betur fer. Öll skilti auðvitað á japönsku og ekki viðlit að skilja auðvitað, og lítið um að fólk tali ensku. Þannig að það eru erfið tjáskiptin.

Sáu mikið af Drive-In hótelum á leiðinni og voru mikið að spá í að taka bara svoleiðis gistingu svona fyrstu nóttina þangað til þeir áttuðu sig á því að þetta voru í raun "hóruhús" þar sem gisting er ódýr en það sem fylgir kostar!

En fararstjóri dagsins fann lúxushótel þar sem þeir gista á í nótt.

Planið fyrir næstu daga er að fara til Tokyo og vera komnir þangað á fimmtudag, fara í sendiráðið og ná í pappíra  og athuga með flutninginn yfir til Alaska. Svo voru þeir komnir í samband við mótorhjólaklúbb Cayoun (eða eitthvað svoleiðis) og kannski hitta þeir einhverja meðlimi hans.

Það er um 25° C hiti og rakamistur í Japan og 9 tíma munur núna. 

Í gær voru liðnar 7 vikur af ferðalaginu og 6 vikur eftir.

 
25. júní - Á leið til Japans PDF Print
Monday, 25 June 2007

Þeir eru kátir að vera komnir aftur á ferð hringfararnir okkar.

Skipið sem þeir eru á er aðeins minna en Norræna en það fer vel um þá og fengu þeir góðan nætursvefn fyrri nóttina.

Þeir eru í fullu fæði og finnst þeir ekki vera gera annað en að borða þarna um borð. Það er matartími á ákveðnum tíma, og ef þú mætir ekki þá sorry, ekki hægt að fara á neinn annan veitingastað!

En sjórinn er spegilsléttur og gengur allt vel. 

 
<< Byrjun < Nrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Eldri > Endir >>

Niurstur 127 - 135 af 179