20. júní - Vladivostok dagur 2 |
|
|
Wednesday, 20 June 2007 |
Grátt veður í Vladivostok í dag, en ágætis hiti.
Voru að vinna í pappírsmálum í dag sem tekur alveg ótrúlega mikinn tíma. Sendir milli staða og mikil bið. En vonandi verður þetta allt saman komið á hreint fyrir brottför á sunnudag.
Af hótelinu er það að segja að dínurnar eru svo harðar að þeir sjá tjaldið og dýnurnar þar í hillingum.
Minni á bloggið hans Sverris og svo er fimmtudagur á morgun og þá er viðtal hjá Hrafnhildi og Gesti Einari í Morgunútvarpinu á Rás 2.
|
|
19. júní - Vladivostok |
|
|
Tuesday, 19 June 2007 |
Hjóluðu þá ca. 450 km. sem eftir voru til Vladivostok í dag í strekkingsvindi og frekar svölu veðri.
Skrítin tilfinning að komast ekki lengra á hjólunum, horfandi út á hafið og Japan í tveggja daga siglingarfjarlægð.
Fundu Hótel Vladivostok sem þeir höfðu séð þegar þeir horfðu á DVD mynd af hjólaferðalöngum sem fóru nánast sömu leið og gistu einmitt þarna. Einar sagði áður en hann fór að þarna myndi hann pottþétt gista ef þeir kæmust til Vladivostok og það stóðst. Frábær árangur.
Ferðalagið er hálfnað á morgun í dagafjölda en kílómetrarnir eru orðnir 17.000, en þeir reiknuðu ferðina ca. 30 - 32.000 km. Einnig vantar 23° uppá að þeir séu hálfnaðir hringinn, en það gerist þegar þeir fljúga yfir til Alaska. Og nú er 11 klst. munur.
Fóru á steikhús og gæddu sér á dýrindis nautasteik sem bragðaðist alveg afbragðs vel eftir allt pastað!
Á morgun þurfa þeir að þrífa hjólin og komast í samband við skipafélagið sem þeir ætla með yfir til Japans.
En ánægðir og kátir með að hafa náð þessum frábæra árangri að vera búnir að hjóla þvert yfir Rússland og horfa óþreygjufullir yfir til Japans, en það verður spennandi að hjóla þar, sérstaklega þar sem vinstri umferð er þar í landi úps!
|
|
18. júní - Dagleið til Vladivostok |
|
|
Monday, 18 June 2007 |
Khabarovsk vakti þá í sól og blíðu, hitinn um 23°C. Virkilega falleg borg.
Lögðu af stað upp úr hádegi og hjóluðu á malbiki um fallegar sveitir og í frábæru veðri.
Tjölduðu fyrir nóttina en eiga um eina dagleið til Vladivostok.
Minni á bloggið hans Sverris og allar myndirnar sem hann er búinn að setja inn, m.a. af Einari í drulluleik.
|
|
17, júní - Khabarovsk |
|
|
Sunday, 17 June 2007 |
Hjóluðu rúma 300 km. í dag í 23°C hita, frekar léttur dagur. Þegar þeir komu að borginni Khabarovsk fóru þeir einhvern hliðarveg og eftir smá spöl hittu þeir á lögguna. Ákváðu að stoppa til að spyrja til vegar. Þeir skildu auðvitað ekkert mennirnir en svo komu þarna að hjón með eitt barn í bílnum og maðurinn Alexai kunni ca þrjú orð í ensku, þannig að það var hægt að gera honum skiljanlegt að þeir væru að leita að hóteli, hann hringdi í einhvern kunningja sem gat talað ensku sem Einar talaði við og sagði hvað málið væri, síðan fékk Alexai símann aftur, þannig var hægt að leysa vandamálið. Enn og aftur eltu þeir bílinn að aðal túrista hóteli bæjarins. Hjálpsemin í fyrirrúmi enn og aftur og þakkarvert.
Þeir fengu sér herbergi þar og sturtan var bæði heit og langþráð enda skítugir með eindæmum. Síðan var gallinn settur í bleyti í baðið og þar liggur hann nú.
Skruppu á beauty salon á hótelinu og settist Sverrir fyrst í stólinn og bað um að hárið yrði allt rakað af. Vesalings stúlkan spurði hvort hann væri alveg viss og já hann var alveg viss. Síðan var tekið til við að fjarlægja lubbann. Síðan settist Einar í stólinn og sagðist vilja vera alveg eins og átti aumingja stúlkan mjög bágt með sig. En skeggin fengu að halda sér. Sem sagt ný klipptir og fínir.
Eins og kom fram í viðtalinu hjá Hrafnhildi og Gesti Einari þá á mamma þeirra Ella afmæli í dag og hringdu þeir auðvitað til Parísar þar sem þau hjónakornin eru stödd ásamt Helgu og Frikka. Innilega til hamingju.
Það eru mjög góðar myndir frá Khabarovsk á Google Earth. M.a. ætluðu þeir niður á ströndina sem er rétt við hótelið þeirra og njóta kvöldsins.
Þjóðhátíðarkveðjur frá Rússlandi.
|
Sast uppfrt ( Monday, 18 June 2007 )
|
|
16. júní - Regngalla veður |
|
|
Saturday, 16 June 2007 |
Vöknuðu í þungbúnu veðri og klæddust regngallanum áður en lagt var af stað. Fundu aftur malbikaða veginn svo það var léttir. Og nú var brunað áfram eina 500 km. í dag.
Búnir að hjóla um 16.000 km. Fertugasti ferðadagurinn í dag.
Tjölduðu við hliðina á lestarteinunum svo það verður spurning hvernig svefn þeir fá í nótt, tjú tjú!
Kokkurinn var að hita núðlurnar en ætlaði að bragðbæta með smá kjötbita og osti, svo eru ólífur í forrétt, þannig að það væsir ekki um þá.
Minni á bloggið hans Sverris.
|
|
|
|
<< Byrjun < Nrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Eldri > Endir >>
|
Niurstur 136 - 144 af 179 |