Ferðir
11. júní - Chita. PDF Print
Monday, 11 June 2007

Vöknuðu um kl. 7 í morgun í grenjandi rigningu og kulda. Ákváðu að halda kyrru fyrir, en um kl. 11 nenntu þeir ekki að bíða lengur, tóku dótið saman, allt rennandi blautt og héldu af stað.

Hjóluðu um 300 km. í norðan garra til borgarinnar Chita. Hún heilsaði þeim grá og drungaleg. Þar sem þeir voru að hjóla og leita að hóteli þá kallar til þeirra maður úr bíl "problemo". Sverrir talar við manninn og segir þá vera að leita að hóteli. Hann segir þeim að elta sig og fer með þá á Kínverskt hótel þar í bæ. Það kemur í ljós að þessi maður rekur bifreiðaverkstæði  og býðst til þess að geyma hjólin, en engin aðstaða var á hótelinu til þess. Spurning hvor þeir sjá hjólin aftur, en við verðum bara að vona það besta.

Þeir voru búnir að snæða ágætan kínverskan kvöldmat og svo var karokíið dregið fram, en ekki létu þeir fylgja hvort þeir höfðu tekið lagið með heimamönnum.

Á morgun er frídagur í Rússlandi. Þeir ætla að nota tímann til þess að skipta um dekk en það er ekki víst að vegakerfið sé allt malbikað framundan, þeir búast frekar við malar- eða leirbornum vegum. Einar lagðist flatur í drullu í morgun, en sem betur fer þá skemmdist ekkert og hann slapp alveg.

Hótelherbergið þeirra er eins og þurk klefi, föt og tjald upp um allt, enda var allt blautt eftir síðustu nótt og ekki gott að halda áfram í þannig ástandi.

Þeir reikna með að verða komnir ca. viku fyrr til Vladivostok og taka þá ferjuna yfir til Japan þann 24 júní.

Flugan er farin að angra Einar aftur, en Sverrir sleppur alveg.

Kveðjur úr rigningunni í Chita.

Sast uppfrt ( Tuesday, 12 June 2007 )
 
10. júní - Huggulegheit við varðeld PDF Print
Sunday, 10 June 2007

Í dag hjóluðu þeir um 500 km, Eru ca. 200 km frá borginni Chita.

Byrjuðu í leiðindaveðri í morgun, grenjandi rigningu en svo lagaðist það þegar leið á daginn. Vegirnir malbikaðir og góðir og mikið af skóglendi.

Eru búnir að tjalda og sátu við varðeld þegar þeir höfðu samband. Vildu ekki samþykkja að stemningin væri "rómantísk" þarna hjá þeim, til þess vantaði þá betri helmingana sína, en ósköp notalegt gátu þeir játað, og ánægðir með daginn.

Stjörnuspáin hans Einars fyrir daginn í dag hljómar svona: Stjörnurnar biðja þig um að forvitnast um heiminn þinn, ekkert minna. Þeim finnst þú nefnilega bæði hugrakkari og klárari en þér finnst sjálfum.

Sverris stjörnuspá er: Þér finnst þú vera að drukkna í vinnu. Þú leggur mikið á þig og haltu því áfram. Þú verður brátt verðlaunaður á glæsilegan hátt fyrir dugnaðinn.

Hvað er svona ferð annað en mikil vinna. Stundum er gaman að velta þessum stjörnuspám fyrir sér bæði í gamni og alvöru. En satt er að bæði eru þeir hugrakkir og duglegir!

Sast uppfrt ( Sunday, 10 June 2007 )
 
09. júní - Baikalvatn PDF Print
Saturday, 09 June 2007
Hjóluðu 150 km. í dag og eru komnir að Baikalvatni. Mjög fallegt þar. Gista í litlu þorpi við vatnið. 25°C hiti. Hjóla í áttina að Chita á morgun.
Sast uppfrt ( Wednesday, 13 June 2007 )
 
08. júní - Rússland PDF Print
Friday, 08 June 2007

Þá eru þeir komnir til Rússlands aftur. Það tók um 5 klst. allur sá pakki, bið og pappírsvinna. Landamæraverðirnir skoðuðu vel og lengi passana þeirra enda ekki margir íslendingar þarna á ferðinni. Annars var mikið af fólki frá Mongólíu að fara yfir og greinilegt að það er vel athugað áður en því er hleypt inn í landið.

Hjóluðu samtals um 400 km.  Nú er 9 klst. munur.

Eru komnir til Ulan-Ude og eru á hóteli þar, uppi á 9 hæð og voru á leið í sturtu en eitthvað var langt í heita vatnið svo hún hefur eflaust verið köld blessuð sturtan.

Hjólunum var komið fyrir í kjallara hótelsins innan um alskyns leiðslur og snúrur.

Fara að Baikalvatni á morgun og svo áfram í austur!

Sast uppfrt ( Wednesday, 13 June 2007 )
 
07. júní - Vísaáritun í höfn PDF Print
Thursday, 07 June 2007

Í dag fengu þeir vísaáritunina eins og áætlað var, og voru tveir kátir bræður sem héldu af stað áfram ferð sinni hringinn í kringum hnöttinn.

Hjóluðu 220 km. en þeir lögðu ekki af stað fyrr en um kl. 5 eftir að hafa fyllt á bensín og gert allt klárt.

Hittu Ástrala á sextugs aldri sem hefur verið að ferðast út um allan heim á mótorhjóli. Spjölluðu við hann og þáðu góð ráð.

Gátu eldað kvöldmatinn á eldunargræjunum loksins en þeir fengu réttan bensínbrúsa í Ulan-Batar. Eins fjárfesti Einar í nýrri dýnu, en hin hafði "punkterað" og því ekki mikil not í henni þannig. Fundu smá drag til þess að tjalda í fyrir nóttina og halda til Baikalvatns á morgun. En fyrst er að komast aftur inn í Rússland og vonandi gengur það vel.

Sast uppfrt ( Wednesday, 13 June 2007 )
 
<< Byrjun < Nrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Eldri > Endir >>

Niurstur 145 - 153 af 179