02. júní - Sandbylur |
|
|
Saturday, 02 June 2007 |
Lentu í sandbyl í nótt ansi kröftugum sem svo endaði í úrhellis rigningu.
Í dag hjóluðu þeir 640 km. og enn rigndi og blés kröftuglega. Þurftu að hjóla töluvert lengur en þeir ætluðu til þess að finna skjól til að tjalda. Ekki búnir að fara í sturtu í 6 daga. Eru grútskítugir en samt bara töluvert hressir þrátt fyrir það. Hlóðu varðeld, og sitja við hann í góðu yfirlæti.
Fara til höfuðborgarinnar á morgun. Þá verður gaman að vita hvernig gengur að fá gistingu.
|
Sast uppfrt ( Wednesday, 06 June 2007 )
|
|
01. júní - Tveir rykugir |
|
|
Friday, 01 June 2007 |
Hjóluðu rúma 400 km. í gær.
Í dag fóru þeir um 500 km. Rættist úr vegakerfinu þegar þeir komu að bænum Altai, slóðar skárri. Búið að vera steikjandi hiti og vestan vindurinn hefur fylgt þeim frá byrjun. Eru búnir að tjalda fyrir nóttina í lítilli lægð.
Síðasta nótt var alveg glimrandi, dýnur mjög góðar en svokallaður "veltisvefn".
Það eru 5 dagar síðan þeir fóru síðast í bað og segja þeir að það sé eins gott að ekkert kvenfólk sé nálægt, slíkur er fnykurinn, og líklegt að þeir komist ekkert í bað fyrr en þeir koma til höfuðborgarinnar.
Þeir eru búnir að hjóla allan tímann á sömu dekkjum eða 11.600 km. Þeir hafa ekki skipt yfir í kubbadekkin og ætla ekki að gera það héðan af.
Í tvo daga hafa þeir verið að hjóla með 80 oktan bensín sem er mjög lélegt, en hjólin hafa ekkert fundið fyrir því og virka alveg frábærlega vel.
Þeir voru að fara kveikja upp í eldunargræjunum og samanstendur kvöldmaturinn í kvöld af brauðhleif, núðlum og svo hélt Einar að fararstjórinn lumaði á Coca Cola, einnig sötra þeir te og desert var mögulega í myndinni en fararstjórinn heldur utan um byrgðastöðina með harðri hendi og var kannski ekki alveg á því að lofa svo miklum kræsingum. Annars komust þeir í búð í dag, en ekki var mikið úr henni að hafa, aðallega vatn og súkkulaði.
Bestu kveðjur frá kátum hjólaköllum í Mongólíu.
|
Sast uppfrt ( Wednesday, 06 June 2007 )
|
|
31. maí - Tjaldbúðir |
|
|
Thursday, 31 May 2007 |
Búnir að hjóla í steikjandi hita og miklu ryki í dag (gleymdu að segja hversu langt). Vegirnir eins og þvottabretti og þeir skítugir upp fyrir haus. Skeggið á Sverri orðið svart á litinn!
Tjölduðu fyrir nóttina í fyrsta skipti í ferðinni. Kvöldmaturinn saman stóð af bökuðum baunum, þurru brauði og vatni. Rosa gaman að hjóla en þreyttir.
Voru í viðtali við Hrafnhildi og Gest Einar í morgunútvarpinu í morgun.
|
Sast uppfrt ( Wednesday, 06 June 2007 )
|
|
30. maí - Gangnamannakofinn |
|
|
Wednesday, 30 May 2007 |
Lögðu frekar seint af stað í morgun en þeir þurftu að komast í búð sem opnaði kl. 9.
Þegar þeir komu að landamærunum var allt rafmagnslaust þannig að þeir þurftu að fara aftur til baka um 50 km. í bæinn sem þeir höfðu gist í síðustu nótt til að fá meira bensín.
Það tók um 3 klst. að fara út úr Rússlandi og inn í Mongólíu. Það gekk allt saman vel, en öll pappírsmál taka tíma. Þeir hittu Bernard hinn Svissneska á landamærunum. Hann var þá að gefast upp, leist ekkert á þessa "malarvegi".
Landslag allt minnir mikið á Ísland. Þeim finnst þeir vera hjóla á Sprengisandi eða Kili. En það er kannski ekki svo skrítið því Mongólía er mikið eldfjallaland.
Hjóluðu 320 km. í dag þar af 220 í Mongólíu.
Þegar leið á daginn komu þeir að litlum bæ þar sem þeim var boðin gisting, en þáðu hana ekki, fannst þeir ekki öryggir með hjólin og dótið. Þannig að þeir hjóluðu svolítið lengra þangað til þeir komu að gangnamannakofa sem þeir ákváðu að sofa í í nótt.
Eru í 2185 m. hæð. Búast við að það taki þá 5 daga að komast til Úlan-Bator, höfuðborgar Mongólíu.
Ágætt gerfihnattarsamband og þeir kampakátir.
|
Sast uppfrt ( Wednesday, 30 May 2007 )
|
|
29. maí - Altai fjallgarðurinn |
|
|
Tuesday, 29 May 2007 |
Í morgun áður en þeir lögðu af stað færði maddaman á hótelinu Einari súkkulaði í afmælisgjöf.
Byrjuðu í þokkalegu veðri og hjóluðu í áttina að Altai fjallgarðinum. Þetta var algjör draumur hjólamanna, beygjur og sveygjur og hólar og hæðir. Hjóluðu upp í skarð sem er í 1700 m hæð og síðan niður í 750 m. dalverpi, hækkuðu síðan aftur og ennþá meira upp á hásléttu í 1800 m.
Landamærin eru í 2100 m hæð eða álíka og Hvannadalshnjúkur. Þeir komust þangað alla leið í dag, en vegna þess að þar var enga gistingu að fá, þá fóru þeir einhverja 50 km. til baka til að fá gistingu sem er í óupphituðum kofa með útikamri. Alveg dásamlegt hús eins og þeir orðuðu það. Höfðu keypt sér brauðhleif, oststykki, pulsu bita og smá bjór sem var þeirra kvöldmatur í dag.
Veðrið í dag er búið að vera frekar hryssingslegt, 5 - 9°C og strekkingur (og skítkalt) eins og Sverrir sagði, en rosalega gaman að hjóla í þessu landslagi.
Á morgun ætla þeir inn í Mongólíu og hjóla þar um í nokkra daga til að skoða sig um áður en þeir halda til höfuðborgarinnar.
Minni á bloggið hans Sverris í dag.
|
Sast uppfrt ( Wednesday, 06 June 2007 )
|
|
|
|
<< Byrjun < Nrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Eldri > Endir >>
|
Niurstur 154 - 162 af 179 |