Ferðir
24. maí - Trukkamótelið PDF Print
Thursday, 24 May 2007

Hjóluðu 450 km. í dag. Voru í 10 - 18°C hita,  rigningu og sudda.

Fóru í gegnum smá fjalla landslag. Annars ekkert markvert.

Gista á trukkamóteli í nótt. Góð mynd á Google Earth.

Viðtalið á ruv í morgun.

 
23. maí - Mafíósahótelið PDF Print
Wednesday, 23 May 2007

Enn einn sólardagurinn - löng og mikil keyrsla, rúmlega 500 km.

Í dag voru þeir stoppaðir fjórum sinnum af löggunni. Fyrst þá borguðu þeir 100 rúblur en í hin þrjú skiptin þá neituðu þeir að borga og það gekk sem betur fer í öll skiptin. 

Þegar þeir hjóluðu í gegnum borg sem heitir UFA hittu þeir Viktor, rússa sem var líka á mótorhjóli og veifaði til þeirra. Þeir stoppuðu og spjölluðu saman, hann á rússnesku og þeir á íslensku. Svo segir hann allt í einu "let´s go", og þeir hjóla á eftir honum.  Hann var þá að aðstoða þá að komast út úr borginn, fínn náungi. Lét þá svo hafa símanúmerið sitt ?? og þeir létu hann í staðinn fá slóðina á netinu um ferðina og vonandi kemst hann í tölvu einhvers staðar til að fylgjast með þeim.

Þeir tóku eftir því seinnipartinn að það höfðu bæst við 2 tímar  í dag svo núna er 6 klst, munur.

Í nótt gista þeir á eins og þeir kalla það Mafíuhótelið. Fínt 4 stjörnu hótel og borga um 3000 rúblur eða 8000 kr. ísl. fyrir þá báða nóttina. þeir ákváðu að taka sér almennilega gistingu svona einu sinni áður en tjaldútilegan hefst.

Einar var að velta öllum þessum bitum fyrir sér og heldur að þetta séu ekki einungis flugnabit heldur líka flóabit sem hann hefur að líkindum náð í á einum af þessum miður snyrtilegu stöðum sem þeir gistu á um daginn.  

Á morgun er planið að halda áfram að hjóla í austur!

Minni á viðtalið við Sverrir í morgunútvarpinu hjá Hrafnhildi og Gesti Einari á morgun fimmtudag. 

 

 
22. maí - Kalamai vegahótelið PDF Print
Tuesday, 22 May 2007

Eftir svefn á lélegum hermannabeddum héldu þeir bræður af stað í 30° C hita og steikjandi sól. Hjóluðu 420 km.  Vegirnir voru frekar vondir framan af en löguðust þegar leið á. Landslagið er meira að breytast í hæðir og hóla og minna af trjám, svo þeir sjá betur yfir.

Einar var stoppaður af löggunni í dag. Hann talaði bara íslensku en þegar hann heyrði eitthvað ákveðið orð sem þeir voru búnir að finna út að var "sekt", þá tók hann upp seðlaveskið og borgaði 100 rúblur, en það var búið að segja þeim að það væri sú upphæð sem þyrfti að borga. Það dugði og Einar fékk að halda áfram.

Dekkjaslit er minna en þeir bjuggust við og eyðslan á hjólunum minni svo það er hið besta.

Minni á bloggið hans Sverris.

 
21. maí - Nizhniy Novgorod PDF Print
Monday, 21 May 2007

Vöknuðu kl. 8 í morgun en tóku svo eftir að klukkan í sjónvarpinu var 9 þannig að þeir eru komnir í enn eitt tímabilið svo nú er 4 tíma munur. Hitinn er um 30°C.

Hjóluðu í gegnum Nizhniy Novgorod án götukorts svo það gekk hálf brösulega að rata. Umferðin er mjög hröð svo það hjálpaði ekki til. Annars hefur landslagið verið hálf einsleitt, sléttlendi og skógar, en komnir í smá landslag í dag.

Verðið á gistingunni breytist hratt. Í fyrradag var það 3000 rúblur, gær 2400 en í dag 280 svo mikið var lagt á í byrjun!

Hjólin eru að standa sig mjög vel. Reyndar er Einars hjól búið að detta tvisvar, en sem betur fer þá skemmdist ekkert.

Hjóluðu um 460 km. í dag. Í nótt gista þeir á vega móteli sem þeir héldu í fyrstu að væri bara rústir en svo gekk maður út úr húsinu þannig að þeir ákváðu að kanna málið (kannski þess vegna sem gistingin er ekki dýrari). Flugurnar eru farnar að sækja í Einar og taldi hann um 20 bit eftir daginn.  Annars kátir og allt gengur mjög vel. 

 
20. maí - Í nágrenni Moskvu PDF Print
Sunday, 20 May 2007

Í gær fóru þeir inn í Rússland í gegnum Lettland. Mikil bið var þar og voru þeir ósköp þreyttir á því. En öll pappírsmál gengu mjög vel, allt pottþétt svo það var mikill léttir. Þeir sváfu mjög vel, heila 9 klst. og vöknuðu hressir og endurnærðir.

Í dag héldu þeir í áttina að Moskvu. Hjóluðu 620 km. í sól og blíðu og 25°C hita, alveg að bráðna í gallanum. Það voru langir vegakaflar þar sem enga byggð var að sjá, en þegar þeir nálguðust Moskvu breyttist það og allt varð nýtískulegra, eins og í stórborg í Ameríku sögðu þeir. Þeir fóru ekki inn í Moskvu sjálfa, aðeins í útjaðar. Það tók þá um 2 klst. að finna gististað "Rock Turuua Tepem". Þar snæddu þeir mjög gott kartöflusalat en miður gott grilldót (eins og þeir orðuðu það).

Flugan er aðeins farin að sækja í sig veðrið og Einar kominn með tvö bit, svo það þarf víst að fara taka upp eitur kittið og bera á sig.

En þeir voru ánægðir með hvað allt gekk vel í dag.

 
<< Byrjun < Nrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Eldri > Endir >>

Niurstur 163 - 171 af 179