Ferðir
15. maí - Helsinki PDF Print
Tuesday, 15 May 2007

Lögðu af stað til Helsinki um klukkan 7.45 í rigningu, þrumum og eldingum! Hitastigið var um 10°C. Tveimur tímum seinna var komin sól og 17 stiga hiti, notalegt það. Dóluðu áfram en þegar þeir nálguðust Helsinki fór að rigna.

Þegar þangað var komið var farið að leita að Rússneska sendiráðinu sem reyndist lokað í dag (kunnuglegt) en opnar aftur á morgun. Þeir þurfa að lengja vísað í Rússlandi til að vera "on the safe side" með tímann.

Svo kíktu þeir að gamni í Íslenska sendiráðið. Síðan var farið í það að leita að Yamaha umboðinu sem fannst rétt fyrir klukkan 6, og þar voru nýjar síur og olíur keyptar. Að því búnu var keyrt í blíðu og hita um 30 km leið norður fyrir Helsinki. Ekki gekk vel að finna svefnpláss en að lokum fengu þeir sér gistingu á hótel KRAPI. Hjóluðu 588 km í dag.

Minnum svo á bloggið hans Sverris

Sast uppfrt ( Tuesday, 15 May 2007 )
 
14. maí - Finnland PDF Print
Monday, 14 May 2007
Byrjuðu í rigningu, sudda og kulda, um 4° C í morgun. Héldu áfram norður, í mjög einsleitu landslagi. Þegar þeir fóru yfir landamærin til Finnlands breyttist allt, hitinn hækkaði í 13-14° C, sólin birtist og klukkan breyttist um 1 klst. Með hækkandi hita og geislum sólarinnar breyttist skapið og allt varð létt og leikandi. Stefnan breyttist í suður og eru þeir nú staddir á Motelli Nuttulinna, sem er í litlum finnskum bæ þar sem enginn talar ensku en eru afskaplega vingjarnlegir. Í  mat fengu þeir köku með rjóma og bjór (ekki kannski alveg sá kvöldmatur sem maður býst við), en svo var komið með smurt brauð fyrir þá, enda stórir og stæðilegir menn og ein kökustneið segir lítið. Hringdu í mömmu úr gerfihnattarsímanum og virkaði hann vel. Hjóluðu 664 km. í dag.
 
Sast uppfrt ( Monday, 14 May 2007 )
 
13. maí - Umeå PDF Print
Sunday, 13 May 2007
Byrjuðu í ágætis veðri í morgun, en lentu í kulda uppi á heiðum. Hjóluðu í ca 8 tíma í dag og komust 680 km, og eru nú staddir í litlu gistihúsi sem kallast Norskensgården rétt fyrir utan Umeå í Svíþjóð. Á morgun verður haldið norður, upp Helsingjabotn. Fleiri fréttir inni á blogginu.
Sast uppfrt ( Wednesday, 16 May 2007 )
 
12. maí - Staðsettir rétt fyrir utan Þrándheim PDF Print
Saturday, 12 May 2007

Bræðurnir eru nú staðsettir 10-15km fyrir utan Þrándheim.

Hjólað var í glæsilegu veðri þó örlítið köldu frá sjávarmáli upp í um 1.000 metra hæð. Farnir voru firðir og heiðar Noregs.

Þeir urðu þó að snúa við á einum stað vegna snjó á veg þar sem ekki var búið að ryðja.

Þeir hjóluðu um 580km í dag í rólegheita akstri.

Staðsetning þeirra hefur verið skráð í "Við erum hér". 

Sast uppfrt ( Saturday, 12 May 2007 )
 
11. maí - Lavik PDF Print
Friday, 11 May 2007

Kapparnir eru komnir til Lavik í Noregi.

Þeir hjóluðu um 100 kílómetra í dag og var frekar kalt að hjóla en bjart.

Þeir halda svo ótrauðir áfram á morgun.

 
<< Byrjun < Nrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Eldri > Endir >>

Niurstur 172 - 179 af 179