11. maí 2013 - 2. færsla |
|
|
Saturday, 11 May 2013 |
Erum komnir til Bremen. Hjóluðum á sjöunda hundrað km í dag. Veðrið var rysjótt, sól, rigning og rok skiptust á á leiðinni. Förum til Valkenburg í Hollandi á morgun og hittum Erik Vegt sem smíðaði diesel hjólið mitt. Reiknum með að gista einhversstaðar í norður Fraklandi á morgun.

Staðurinn þar sem ferðin endaði í fyrra.
|
Last Updated ( Sunday, 12 May 2013 )
|
|
11. maí 2013 |
|
|
Saturday, 11 May 2013 |
Erum að koma til Hirtshals eftir rólega siglingu yfir hafið. Tökum stefnuna á Álaborg til að sækja Jóa og höldum síðan suður á bóginn.

Einar og Jói tilbúnir í ferðina
Kapparnir þrír að leggja af stað
|
Last Updated ( Sunday, 12 May 2013 )
|
|
9. maí 2013 |
|
|
Thursday, 09 May 2013 |
Erum komnir til Þórshafnar í Færeyjum. Veðrið er dæmigert Færeyjaveður, rigningarsuddi og hiti um 8 gráður. Þetta er að verða gamalkunnugt, ég er hér í fimmtu ferðinni með Norrænu. Heyrði í Jóa Páls áðan og hann bíður spenntur eftir okkur í Álaborg. Förum héðan kl 9 í kvöld og komum til Hirtshals um kl 10 á laugardaginn.
.jpg)
Í gamla bænum í Þórshöfn
.jpg)
Sverrir í Sverrisgötu
Deja vú, alveg eins og í fyrra nema með annan ferðafélaga.
|
Last Updated ( Sunday, 12 May 2013 )
|
|
8. maí 2013 |
|
|
Wednesday, 08 May 2013 |
Mikilvægum áfanga lokið. Eftir miklar vangaveltur og pínu litlar áhyggjur af færðinni yfir Fagradal og Fjarðarheiði erum við komnir á Seyðisfjörð. Lögðum af stað frá Hólmi um kl 6:30 í ágætis bjartviðri en hitinn var um 2 gráður. Leiðin var greiðfær og laus við hálku og snjó. Förum héðan kl 20 í kvöld og komum væntanlega til Hirtshals um kl 10 á laugardags morgun.

Almannaskarð

Fjarðarheiði opin í fyrsta skipti fyrir mótorhjól þetta árið
Beðið eftir ferjunni. Sverrir klár í ferðina.
|
Last Updated ( Sunday, 12 May 2013 )
|
|
7. maí 2013 |
|
|
Tuesday, 07 May 2013 |
Jæja þá er ég lagður af stað aftur á leið til syðsta odda meginlands Evrópu. Við erum tveir feðgarnir ég og Sverrir Fannar. Fyrsta áfanga er lokið og við komnir í náttstað, Hólm á Mýrum á austurlandi. Ferða veðrið er mjög breytilegt, við höfum fengið sól rigningu og haglél og hitastig frá 2 til 8 gráða.
Á morgun förum við til Seyðisfjarðar og um borð í Norrænu.
|
Last Updated ( Sunday, 12 May 2013 )
|
|
|
|
<< Start < Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Next > End >>
|
Results 46 - 54 of 179 |