Trips
Ferð um Noreg PDF Print
Sunday, 01 May 2011

Þá er hafinn undirbúningur fyrir ferð til Noregs.

Áætlunin er eitthvað á þessa leið

Reykjavik - Nordkapp
Brottför frá Reykjavík 3 ágúst, siglt með Norrænu 4 ágúst.

Komið til Hirtshals laugardaginn 6 ágúst, farið til Gautaborgar um kvöldið.

Áætlað að nota 3 daga frá Gautaborg til Nordkapp.

Áætlað að nota 6 daga frá Nordkapp til Larvik.

Siglt frá Larvik til Hirtshals seinni part 15 ágúst.

Siglt með Norrænu að morgni 16 ágúst til Íslands.

Komið til Reykjavíkur um kvöldið 18 ágúst.

uþb. 6800 km á 11 hjóladögum.

 

Hægt verður að venju að fylgjast með ferðinni á vefnum og er þá smellt á tengilinn "Við erum hér"

Nánari upplýsingar um ferðafélaga og hjól verða tilgreind síðar.

Last Updated ( Sunday, 01 May 2011 )
 
2. júlí - Sjöundi og síðasti leggurinn PDF Print
Friday, 03 July 2009

Lagt af stað um morguninn eftir frábæra dvöl á Kings Arms hótelinu. Hitinn var notalegur um 25 gráður og skýjað.

Hjóluðu svo inn í sólina og hitann og enduðu í 29 stiga hita og sól, og hafa þau hreinlega verið að bráðna.

Gist í nótt á vegahóteli sem heitir Beach Arms, líklega dæmigert breskt, skítugt og mjög þreytt.

Þau eru þegar þetta er skrifað um 50 mílum frá mótorhjólaleigunni og fóru snemma af stað til að hafa tíma til að lenda í umferðateppum á leiðinni þangað.

Síðasta nóttin í frábætti ferð er framundan en spurningin er hvernig svefninn verður því hitinn í herberginu er um 32°.

Þau fljúga svo öll heim á morgun, Einar og Edda til Íslands og Jói og Beta til Noregs.

02072009051

 02072009052

 02072009053

 

 
1. júlí 2009 - Sjötti leggur PDF Print
Wednesday, 01 July 2009

Þá eru ferðalangarnir búnir að klára sinn sjötta legg. Þau eru núna staðsett í Charton Horethorne.

Þar hafa þau haft það eins og á sólarströnd eins og hefur verið alla ferðina, í dag var sól og 28 stiga hiti.

Nú eru þau á leið til London og skila hjólunum á föstudags morgun.

Gaman hefur verið að sjá hvernig Jói og Beta eru að verða alvuru "Bikerar" og gengur þeim betur og betur með hjólið.

01072009047

 
30. júní 2009 - Fimmti leggur PDF Print
Tuesday, 30 June 2009

Farið í stutta dagleið í dag, 85 mílur.

Skoðað strandbæi á norðurströnd Corbwall, m.a. Padstow þar sem heimskokkurinn Rich Stein rekur veitingastað og bakarí.

Endað í litlum bæ við norðurströndina sem heitir Bude um kl 14 og þar var verið í hefðbundnum túrista leik restina af deginum. Farið var á ströndina og í sjóinn og borðað frábæran Cornwalskan kráarmat.

Veðrið hefur verið eins og á sólarströnd, sól og um 30 stiga hiti.

 3006200904230062009045

 

 

Last Updated ( Wednesday, 01 July 2009 )
 
29. júní 2009 - Fjórði leggur PDF Print
Tuesday, 30 June 2009

 Í dag var farið bæði á syðsta og vestasta odda breska meginlandsins. Mjög gaman eftir að hafa farið á nyrstaoddan í fyrra í Skotlandi.

Veðrið hefur verið frábært og stemmingin góð.

Eru í Penzance, bær í Cornwall um 10 mílur frá Land Ends, sem er vestasti oddinn.

 29062009037

 29062009038

 29062009040

Last Updated ( Wednesday, 01 July 2009 )
 
<< Start < Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Next > End >>

Results 64 - 72 of 179