15. ágúst 2008 |
|
|
Sunday, 17 August 2008 |
Dagur 4
Þau hjóluðu frá Thorshavn til Vestmanna, samtals um 70 km. Gista þar næstu tvær nætur og ætla að hjóna meginhluta eyjanna á morgun.
Veðrið frábært, sól og lítill vindur. Það eru komnar nokkrar myndir frá ferðinni á myndasíðuna
|
Sast uppfrt ( Wednesday, 20 August 2008 )
|
|
Dagur 5, hjólað út frá Vestmanna |
|
|
Sunday, 17 August 2008 |
Góður dagur í dag. Veðrið dœmigert Fœreyskt, sól, rigning og þoka, logn og vindur
til skiptis.
Erum búin að hjóla meiripartinn af eyjunum. Fórum í nyrstu byggðina, Viðareiði sem
er á Viðoy, skoðuðum Gásadal og flugvöllinn á Vágar, fórum til Eiði og Gjövg á
Eysturoy og Fórum yfir einu brúnna semantic er yfir Atlantshafið svo eitthvað sé
nefnt.
Hjóluðum rúmlega 300 km í dag.
Erum komin aftur til Vestmanna og verðum hér í nótt.
|
Sast uppfrt ( Sunday, 17 August 2008 )
|
|
12. ágúst 2008 |
|
|
Thursday, 14 August 2008 |
Dagur 1
Ný ferð er hafin. Stefnan er að fara til Færeyja og svo Skotlands með Norrænu og hjóla þar í þrjár vikur.
Í dag var hjólað frá Reykjavík norður á Akureyri. Þau gistu í góður yfirlæti á Hótel Akureyri og fóru og fengu sér pizzur í kvöldmatinn.
|
Sast uppfrt ( Wednesday, 20 August 2008 )
|
|
10. ágúst - Keflavík - Reykjavík - MótorMax |
|
|
Tuesday, 14 August 2007 |
Þeir bræður lentu
klukkan 06.55 í Keflavík og urðu fagnaðarfundir. Þar voru mætt fjölskyldur, vinir og
kunningjar til að taka á móti þeim. Þar var líka Hrafnhildur Halldórsdóttir frá
Rás 2 sem tók viðtal við þá bræður, Dossa (pabba þeirra) og einnig eiginkonur
þeirra.
En ferðin var
ekki búin því síðasti leggurinn til Reykjavíkur var eftir, svo þeim var ekki
til setunnar boðið og drifu þeir sig að leysa út hjólin úr tollinum og síðan
var hjólað sem leið lá upp í MótorMax þar sem ferðin hófst. Með þeim hjóluðu um
30 mótorhjólamenn og konur og var skemmtilegt að fylgjast með allri röðinni
hlykkjast eftir Keflavíkurveginum.
Þeim var ákaft
fagnað þegar þeir luku ferðinni og var eigandi og forráðamenn MótorMax ásamt fjölda fólks mætt til að taka á móti þeim. Boðið var upp á þessa líka
flottu tertu sem var táknræn fyrir ferðina en hún sýndi heiminn og þá leið sem
þeir höfðu farið.
Hringferðinni í
kringum hnöttin er lokið. Alls tók ferðin 95 daga. Þeir bræður Sverrir og Einar
koma eflaust til með að miðla af sinni reynslu og hvetja alla þá sem eiga með
sér draum að láta hann rætast.
Innilega til
hamingju!
|
Sast uppfrt ( Wednesday, 15 August 2007 )
|
|
9. ágúst - New York |
|
|
Thursday, 09 August 2007 |
Þá er það síðasti dagurinn í New York.
Eins og venja er þá þarf að tékka út af hótelum fyrir klukkan 12. Þegar heyrðist frá þeim voru þeir að klára að pakka niður og svo var bið þangað til farið var út á flugvöll.
Flugið er klukkan hálf níu í kvöld.
Allir heima eru orðnir spenntir að hitta hringfarana sína.
|
|
|
|
<< Byrjun < Nrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Eldri > Endir >>
|
Niurstur 82 - 90 af 179 |