27. júlí - Ridgecrest |
|
|
Saturday, 28 July 2007 |
Jæja, höfðu samband á miðnætti eða kl. 17.00 að þeirra tíma og þá voru þeir að fara leggja af stað.
Búið að gera við hjólið og það virkar vel. En það var ansi erfitt að stússast í hjólinu því það bilaði fyrir utan hótelið sem þeir voru á og urðu þeir að vinna við það úti í hitanum, eða eins og Sverrir segir á blogginu "úti í vonda veðrinu".
Bjuggust við að fara beina leið til Las Vegas og þá er farið aðeins til baka og svo í austur.
Dossi og Skúli eru komnir á hótel í Las Vegas og gekk þeim bara vel.
Minni á bloggið hans Sverris.
|
Sast uppfrt ( Saturday, 28 July 2007 )
|
|
26. júlí - Ridgecrest |
|
|
Friday, 27 July 2007 |
Enn eru þeir staddir í Ridgecrest en varahlutirnir komu ekki í dag eins og var búið að lofa en eru
væntanlegir á morgun. Þannig að þegar þeir koma verður tekið til við að koma öllu í lag og svo er
spurning hvort þeir halda áfram yfir til Las Vegas seinnipartinn á morgun eða bíða eina nótt í viðbót og
fara eldsnemma næsta dag. Það er mælst til þess að fara frekar í fyrra fallinu þarna yfir þegar
hitinn er ekki alveg í toppi.
Harley bræður (Dossi og Skúli) ætla að halda yfir Death Valley snemma í fyrramálið og fara til Las
Vegas.
|
Sast uppfrt ( Friday, 27 July 2007 )
|
|
25. júlí - Ridgecrest |
|
|
Thursday, 26 July 2007 |
Eru ennþá í Ridgecrest. Vélin hjá Einari var eitthvað að stríða honum í gær, svo þeir vildu kanna málið. Fengu ágæta aðstoð þarna á staðnum og fá varahluti með express á morgun. Engin stórkostleg vandræði, og búast við að geta lagt af stað seinnipartinn á morgun.
Harley bræður (Dossi og Skúli) nota tímann í hitaaðlögun enda veitir ekki af því hitinn getur farið upp í 40° C.
Minni á viðtalið við Sverri hjá Hrafnhildi á Rás 2 í fyrramálið fimmtudag eftir 8 fréttirnar!
|
Sast uppfrt ( Saturday, 28 July 2007 )
|
|
24. júlí - Ridgecrest |
|
|
Wednesday, 25 July 2007 |
Dossi og Skúli náðu í hjólin í morgun. Einar og Sverrir fóru í að skipta um síur og olíur á hjólunum sínum og gera þau klár fyrir ferðina. Svo um hádegisbilið var lagt af stað.
Hjóluðu um 300 km. til lítils bæjar sem heitir Ridgecrest og er svolítið norðar en þeir voru og í eyðimörkinni. Hitinn er búinn að vera um 35 - 40° C í dag, semsagt dáldið heitt en þeir bera sig vel.
Leiðin minnti mikið á Mongólíu nema nú var ekið á malbiki ekki malarvegi.
Á morgun fara þeir Death Valley sem liggur mest 86 metra fyrir neðan sjávarmál svo það er hægt að búast við miklum hita þar. Og áfram halda þeir til Las Vegas!
|
Sast uppfrt ( Saturday, 28 July 2007 )
|
|
23. júlí - Santa Monica |
|
|
Monday, 23 July 2007 |
Dossi og Skúli eru komnir til þeirra í Santa Monica og var verið að snæða ekta amerískan morgunverð þegar þeir hringdu.
Höfðu skroppið aðeins á hjólunum í gær á stað sem hjólamenn hittast að venju á sunnudögum og kom þá ekki hjólandi á sínum gljáfægða fák enginn annar en Jay Leno. Auðvitað var aðeins spjallað og teknar myndir af þeim með honum. Þetta var skemmtileg upplifun og gaman þegar svona hlutir gerast.
Svo seinna í dag þá ætla þeir að fá að kíkja í kvikmyndaverið þar sem verið er að taka upp CSI-Miami en Egill Örn Egilsson, eða Eagle eins og hann er víst stundum kallaður, sem er kvikmyndatökumaður og vinnur við þættina hefur verið þeim innan handar þarna, tók m.a. á móti Skúla og Dossa á flugvellinum og ætlar að fara með þeim og sýna öll herlegheitin í Hollywood.
Og svo hefur heyrst að Steinunn Ólína hafi hug á að taka við þá viðtal áður en lagt verður af stað á morgun.
Spennandi hlutir að gerast en styttist óðfluga í heimkomu, og er fjölskyldan farin að hlakka til.
|
Sast uppfrt ( Thursday, 26 July 2007 )
|
|
|
|
<< Byrjun < Nrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Eldri > Endir >>
|
Niurstur 100 - 108 af 179 |