Ferðaáætlun |
Undirbúningur |
Útbúnaðarlisti |
Pappírar |
Styrktaraðilar |
Viðtöl |
Tenglar |
- - - - - - - |
Við erum hér |
Ferðirnar
Kringum heiminn |
Færeyjar og Skotland |
Suður Bretland |
Reykjavik - Nordkap |
Reykjavík - Gíbraltar |
Route 66 |
Alaska |
Los Angeles - Ushuaia |
10. ágúst - Keflavík - Reykjavík - MótorMax |
Tuesday, 14 August 2007 | |
Þeir bræður lentu klukkan 06.55 í Keflavík og urðu fagnaðarfundir. Þar voru mætt fjölskyldur, vinir og kunningjar til að taka á móti þeim. Þar var líka Hrafnhildur Halldórsdóttir frá Rás 2 sem tók viðtal við þá bræður, Dossa (pabba þeirra) og einnig eiginkonur þeirra. En ferðin var ekki búin því síðasti leggurinn til Reykjavíkur var eftir, svo þeim var ekki til setunnar boðið og drifu þeir sig að leysa út hjólin úr tollinum og síðan var hjólað sem leið lá upp í MótorMax þar sem ferðin hófst. Með þeim hjóluðu um 30 mótorhjólamenn og konur og var skemmtilegt að fylgjast með allri röðinni hlykkjast eftir Keflavíkurveginum. Þeim var ákaft fagnað þegar þeir luku ferðinni og var eigandi og forráðamenn MótorMax ásamt fjölda fólks mætt til að taka á móti þeim. Boðið var upp á þessa líka flottu tertu sem var táknræn fyrir ferðina en hún sýndi heiminn og þá leið sem þeir höfðu farið. Hringferðinni í kringum hnöttin er lokið. Alls tók ferðin 95 daga. Þeir bræður Sverrir og Einar koma eflaust til með að miðla af sinni reynslu og hvetja alla þá sem eiga með sér draum að láta hann rætast. Innilega til hamingju! |
|
Sast uppfrt ( Wednesday, 15 August 2007 ) |
Nst > |
---|