Ferðirnar
Kringum heiminn |
Færeyjar og Skotland |
Suður Bretland |
Reykjavik - Nordkap |
Reykjavík - Gíbraltar |
Route 66 |
Alaska |
Los Angeles - Ushuaia |
Dagur 6 |
Monday, 18 August 2008 | |
Fórum ekki langa dagleið í dag.
Hjóluðum frá Vestmanna til þórshafnar ca 40 km, og sigldum síðan yfir í Sandoy
og hjóluðum þar eyjuna á enda uþb 25 km í hvora átt. Enduðum aftur Í Þórshöfn
og skoðuðum ma þórshafnar virki sem var reyst til að verjast Tyrkjum um svipað
leyti og þeir rœndu fólki í Vestmannaeyjum. Fórum á píanótónleika í Norðurlandahúsinu með Jónasi Ingimundarsyni, < mjög gaman> Hér er sunnudagur haldinn hátýðlegur og það er nœstum allt lokað. Fundum sem betur fer veitingastað sem var opinn því Við höfum lifað á Shell pulsum og skyndifœði síðustu daga því allt var lokað frá 5 á daginn í Vestmanna. Höfum verið að hitta hjólafólk frá Bretlandi og Ítaliu sem kom með bátnum með okkur víðsvegar à eyjunum. Veðrið er búið að vera þokkalegt, þoka, háskýjað og minniháttar rigning í allan dag, hitinn um 13°c. Förum héðan á morgun um hádegi og lendum í Scrabster á Skotlandi snemma á miðvikudags morgun. |
< Fyrri | Nst > |
---|