Thursday, 08 February 2007 |
Smellið á myndina til að sjá hana í fullri stærð
Þetta er leiðin í grófum dráttum. Áætlaður tími í ferðina er 3 mánuðir.
Lagt verður af stað 8. maí 2007, og hjóla austur til Seyðisfjarðar og aka um borð í Norrænu þar. Fyrsti staður sem við komum við á er Færeyjar. Þaðan siglum við svo til Bergen í Noregi og hjólum norður Noreg og Svíþjóð og síðan suður Finnland til Helsinki. Þar tökum við ferjuna til Tallin í Eistlandi og hjólum gegnum Eistland, Lettland og Litháen. Síðan gegnum Hvíta-Rússland og svo inn í Rússland Þaðan höldum við áfram í austurátt og til Mongólíu. Þaðan förum við aftur til Rússlands og gegnum Síberíu og alla leið til Vladivostok í Rússlandi. Þar tökum við ferju til Japans og svo flugvél til Alaska. Síðan hjólum við gegnum Kanada og suður til Bandaríkjanna. Svo er ætlunin að hjóla niður vesturströnd Bandaríkjanna og svo þvert yfir og endum í New York. Þar verða hjólin sett í flugvél og flogið til Íslands og ferðin kláruð.
Smellið á myndina til að sjá hana í fullri stærð
|
Sast uppfrt ( Friday, 30 November 2007 )
|