14. maí - Finnland PDF Print
Monday, 14 May 2007
Byrjuðu í rigningu, sudda og kulda, um 4° C í morgun. Héldu áfram norður, í mjög einsleitu landslagi. Þegar þeir fóru yfir landamærin til Finnlands breyttist allt, hitinn hækkaði í 13-14° C, sólin birtist og klukkan breyttist um 1 klst. Með hækkandi hita og geislum sólarinnar breyttist skapið og allt varð létt og leikandi. Stefnan breyttist í suður og eru þeir nú staddir á Motelli Nuttulinna, sem er í litlum finnskum bæ þar sem enginn talar ensku en eru afskaplega vingjarnlegir. Í  mat fengu þeir köku með rjóma og bjór (ekki kannski alveg sá kvöldmatur sem maður býst við), en svo var komið með smurt brauð fyrir þá, enda stórir og stæðilegir menn og ein kökustneið segir lítið. Hringdu í mömmu úr gerfihnattarsímanum og virkaði hann vel. Hjóluðu 664 km. í dag.
 
Sast uppfrt ( Monday, 14 May 2007 )
 
< Fyrri   Nst >