Tuesday, 15 May 2007 |
Lögðu af stað til Helsinki um klukkan 7.45 í rigningu, þrumum og eldingum! Hitastigið var um 10°C. Tveimur tímum seinna var komin sól og 17 stiga hiti, notalegt það. Dóluðu áfram en þegar þeir nálguðust Helsinki fór að rigna.
Þegar þangað var komið var farið að leita að Rússneska sendiráðinu sem reyndist lokað í dag (kunnuglegt) en opnar aftur á morgun. Þeir þurfa að lengja vísað í Rússlandi til að vera "on the safe side" með tímann.
Svo kíktu þeir að gamni í Íslenska sendiráðið. Síðan var farið í það að leita að Yamaha umboðinu sem fannst rétt fyrir klukkan 6, og þar voru nýjar síur og olíur keyptar. Að því búnu var keyrt í blíðu og hita um 30 km leið norður fyrir Helsinki. Ekki gekk vel að finna svefnpláss en að lokum fengu þeir sér gistingu á hótel KRAPI. Hjóluðu 588 km í dag.
Minnum svo á bloggið hans Sverris
|
Sast uppfrt ( Tuesday, 15 May 2007 )
|