Ferðirnar
Kringum heiminn |
Færeyjar og Skotland |
Suður Bretland |
Reykjavik - Nordkap |
Reykjavík - Gíbraltar |
Route 66 |
Alaska |
Los Angeles - Ushuaia |
18. maí - Lettland |
Friday, 18 May 2007 | |
Í dag fóru þeir að landamærum Hvíta-Rússlands. Allt gekk vel í fyrstu tveimur hliðunum en þegar komið var að þeim þriðju var allt lokað og læst. Þeir voru leiddir inn í eitthvert myrkraherbergi af hermönnum þar sem pappírar voru stimplaðir í bak og fyrir, en allt kom fyrir ekki og þeir urðu að snúa við. Héldu til baka inn í Lettland og ætla þaðan inn í Rússland á morgun. Í dag er búið að vera steikjandi hiti 20°C og sól. Umferðin gekk mjög hægt í gegnum Vilnius. Að þeirra sögn er hún mjög sjúskuð og ljót. Þegar þeir voru komnir út í sveit hjóluðu þeir framhjá tveimur risastórum fangelsum og var það ekki fögur sjón. Þeir höfðu farið í stórmarkað fyrr í dag til þess að byrgja sig upp af mat og vatni og bjuggust jafnvel við að þurfa gista í fyrsta sinn í tjaldi í ferðinni, en þá hjóla þeir framhjá húsi merkt Garden, héldu fyrst að þetta væri einhverskonar gróðrastöð, en kom þá í ljós að þetta var 4 stjörnu hótel og bókuðu þeir gistingu þar. Eru þeir einu gestirnir á staðnum. Hjólunum var komið fyrir inni á neðri svölum við hliðina á pool borðinu! Hjóluðu í dag um 420 km. Minni á bloggið hans Sverris. |
< Fyrri | Nst > |
---|