20. maí - Í nágrenni Moskvu PDF Print
Sunday, 20 May 2007

Í gær fóru þeir inn í Rússland í gegnum Lettland. Mikil bið var þar og voru þeir ósköp þreyttir á því. En öll pappírsmál gengu mjög vel, allt pottþétt svo það var mikill léttir. Þeir sváfu mjög vel, heila 9 klst. og vöknuðu hressir og endurnærðir.

Í dag héldu þeir í áttina að Moskvu. Hjóluðu 620 km. í sól og blíðu og 25°C hita, alveg að bráðna í gallanum. Það voru langir vegakaflar þar sem enga byggð var að sjá, en þegar þeir nálguðust Moskvu breyttist það og allt varð nýtískulegra, eins og í stórborg í Ameríku sögðu þeir. Þeir fóru ekki inn í Moskvu sjálfa, aðeins í útjaðar. Það tók þá um 2 klst. að finna gististað "Rock Turuua Tepem". Þar snæddu þeir mjög gott kartöflusalat en miður gott grilldót (eins og þeir orðuðu það).

Flugan er aðeins farin að sækja í sig veðrið og Einar kominn með tvö bit, svo það þarf víst að fara taka upp eitur kittið og bera á sig.

En þeir voru ánægðir með hvað allt gekk vel í dag.

 
< Fyrri   Nst >