22. maí - Kalamai vegahótelið PDF Print
Tuesday, 22 May 2007

Eftir svefn á lélegum hermannabeddum héldu þeir bræður af stað í 30° C hita og steikjandi sól. Hjóluðu 420 km.  Vegirnir voru frekar vondir framan af en löguðust þegar leið á. Landslagið er meira að breytast í hæðir og hóla og minna af trjám, svo þeir sjá betur yfir.

Einar var stoppaður af löggunni í dag. Hann talaði bara íslensku en þegar hann heyrði eitthvað ákveðið orð sem þeir voru búnir að finna út að var "sekt", þá tók hann upp seðlaveskið og borgaði 100 rúblur, en það var búið að segja þeim að það væri sú upphæð sem þyrfti að borga. Það dugði og Einar fékk að halda áfram.

Dekkjaslit er minna en þeir bjuggust við og eyðslan á hjólunum minni svo það er hið besta.

Minni á bloggið hans Sverris.

 
< Fyrri   Nst >