Ferðirnar
Kringum heiminn |
Færeyjar og Skotland |
Suður Bretland |
Reykjavik - Nordkap |
Reykjavík - Gíbraltar |
Route 66 |
Alaska |
Los Angeles - Ushuaia |
23. maí - Mafíósahótelið |
Wednesday, 23 May 2007 | |
Enn einn sólardagurinn - löng og mikil keyrsla, rúmlega 500 km. Í dag voru þeir stoppaðir fjórum sinnum af löggunni. Fyrst þá borguðu þeir 100 rúblur en í hin þrjú skiptin þá neituðu þeir að borga og það gekk sem betur fer í öll skiptin. Þegar þeir hjóluðu í gegnum borg sem heitir UFA hittu þeir Viktor, rússa sem var líka á mótorhjóli og veifaði til þeirra. Þeir stoppuðu og spjölluðu saman, hann á rússnesku og þeir á íslensku. Svo segir hann allt í einu "let´s go", og þeir hjóla á eftir honum. Hann var þá að aðstoða þá að komast út úr borginn, fínn náungi. Lét þá svo hafa símanúmerið sitt ?? og þeir létu hann í staðinn fá slóðina á netinu um ferðina og vonandi kemst hann í tölvu einhvers staðar til að fylgjast með þeim. Þeir tóku eftir því seinnipartinn að það höfðu bæst við 2 tímar í dag svo núna er 6 klst, munur. Í nótt gista þeir á eins og þeir kalla það Mafíuhótelið. Fínt 4 stjörnu hótel og borga um 3000 rúblur eða 8000 kr. ísl. fyrir þá báða nóttina. þeir ákváðu að taka sér almennilega gistingu svona einu sinni áður en tjaldútilegan hefst. Einar var að velta öllum þessum bitum fyrir sér og heldur að þetta séu ekki einungis flugnabit heldur líka flóabit sem hann hefur að líkindum náð í á einum af þessum miður snyrtilegu stöðum sem þeir gistu á um daginn. Á morgun er planið að halda áfram að hjóla í austur! Minni á viðtalið við Sverrir í morgunútvarpinu hjá Hrafnhildi og Gesti Einari á morgun fimmtudag.
|
< Fyrri | Nst > |
---|