Ferðaáætlun |
Undirbúningur |
Útbúnaðarlisti |
Pappírar |
Styrktaraðilar |
Viðtöl |
Tenglar |
- - - - - - - |
Við erum hér |
Ferðirnar
Kringum heiminn |
Færeyjar og Skotland |
Suður Bretland |
Reykjavik - Nordkap |
Reykjavík - Gíbraltar |
Route 66 |
Alaska |
Los Angeles - Ushuaia |
25. maí - Fyrir austan Uralfjöll |
Friday, 25 May 2007 | |
Enn einn góður dagur að baki. Hjóluðu 610 km í dag. Byrjuðu í grenjandi rigningu og leiðindum en svo birti þegar leið á daginn. Tóku aðalveginn í austur og enduðu á landamærunum að Kasakstan, en þangað ætluðu þeir ekki, svo þeir þurftu að hjóla ca. 100 km. til baka til að komast inn á rétta leið áfram austur Rússland. Hittu Svisslending á BMW GS1150 hjóli sem hafði verið að hjóla hringinn einhvern tímann en þurfti að hætta vegna veikinda. En núna er hann sem sagt að klára ferðina og henni lýkur í Mongólíu. Þeir hittu hann þrisvar í dag og enduðu svo á sama hóteli. Það sprakk tvisvar hjá Einari í dag. Hann mátti hafa sig allan við til þess að missa ekki hjólið þegar það sprakk í fyrra skiptið, en svo í seinna skiptið þá var það út af því að viðgerðin hafði ekki gengið sem skyldi. Eru núna í borg sem heitir Ishim í frábæru veðri og mjög ánægðir með daginn Í gær hjóluðu þeir yfir Úralfjöll, fóru í 720 m hæð.
|
|
Sast uppfrt ( Saturday, 26 May 2007 ) |
< Fyrri | Nst > |
---|