Ferðaáætlun |
Undirbúningur |
Útbúnaðarlisti |
Pappírar |
Styrktaraðilar |
Viðtöl |
Tenglar |
- - - - - - - |
Við erum hér |
Ferðirnar
Kringum heiminn |
Færeyjar og Skotland |
Suður Bretland |
Reykjavik - Nordkap |
Reykjavík - Gíbraltar |
Route 66 |
Alaska |
Los Angeles - Ushuaia |
28. maí - Biysh |
Monday, 28 May 2007 | |
Hann á afmæli í dag - hann Einar - hann á afmæli í dag. Innilega til hamingju Það voru kátir bræður sem höfðu samband í dag í gegnum GSM símann. Höfðu farið í morgun og hjólað um Novosibirsk og fundið dekkjabúðina þar sem þeir fengu kubbadekkin sem þá vantaði fyrir Mongólíu ferðina. Hjóluðu síðan um 360 km, og komu að litlum bæ sem heitir Biysh, gista þar á litlu sætu hóteli (eins og þeir orðuðu það). Þegar þeir gengu þar inn þá var þar að byrja Rotary fundur og Sverri var boðið inn, en það var víst verið að bíða eftir einum gestinum. Fyrir fundinum fer ameríkani frá Anchorage í Alaska sem lét þá hafa nafnspjaldið sitt og tók af þeim loforð að hitta sig þegar þeir væru komnir þangað! Svo þegar fundurinn var búinn þá var tekin mynd af öllum hópnum fyrir utan hótelið, og þeir fóru út líka til að taka myndir. Þar var þá stödd fréttakona frá bæjar blaðinu sem tók við þá viðtal sem væntanlega birtist einhvern næstu daga! Herbergið sem þeir fengu kalla þeir Ameríska herbergið, en þar er saga Bandaríkjanna upp á vegg ásamt discoljósi hangandi í loftinu. Einn gormurinn í dínunni hans Sverris kominn í gegn og botninn datt úr rúminu hans Einars þegar hann settist í það. Annars fengu þeir þessa fínu rússasteik í kvöldmat. Þeir eru komnir í samband við Þór Daníelsson sem vinnur fyrir rauða krossinn í Mongólíu og ætlar hann að vera þeim innan handar þar. Svo fékk Einar mail frá þeirri japönsku sem hann var búinn að vera reyna ná í síðan í apríl um fluttning á hjólunum yfir til Alaska. Þannig að þeir voru í léttri uppsveiflu eins og þeir orðuðu það eftir daginn. Þeir vonast til þess að verða komnir inn í Mongólíu á miðvikudag. Bestu kveðjur til allra heima! |
|
Sast uppfrt ( Tuesday, 29 May 2007 ) |
< Fyrri | Nst > |
---|