Svakalegt, rosalegt, klikkað, hvernig er hægt að lýsa svona degi?
Hjóluðum um 720km á 14 tímum.
Erum núna í Finnlandi þar sem leiðin okkar liggur stuttlega þar í gegn.
Dagurinn byrjaði vel, sól og fuglasöngur en fljótlega náðum við úrhelli sem við vorum að berjast í mesta part dagsins.
Seinni hluta dagsins hjóluðum við í trjálendi og fórum yfir 66° Norður sem er lengra en við komumst á íslandi og erum núna í 67°.
Náttúran hér er ekkert nema tré og vegur og verður maður þreyttur á því á köflum en dáist að því hinn hlutann.
Náttstaðurinn eru herbergi à þessu flotta Finnska umhverfi
|