Ferðirnar
Kringum heiminn |
Færeyjar og Skotland |
Suður Bretland |
Reykjavik - Nordkap |
Reykjavík - Gíbraltar |
Route 66 |
Alaska |
Los Angeles - Ushuaia |
29. maí - Altai fjallgarðurinn |
Tuesday, 29 May 2007 | |
Í morgun áður en þeir lögðu af stað færði maddaman á hótelinu Einari súkkulaði í afmælisgjöf. Byrjuðu í þokkalegu veðri og hjóluðu í áttina að Altai fjallgarðinum. Þetta var algjör draumur hjólamanna, beygjur og sveygjur og hólar og hæðir. Hjóluðu upp í skarð sem er í 1700 m hæð og síðan niður í 750 m. dalverpi, hækkuðu síðan aftur og ennþá meira upp á hásléttu í 1800 m. Landamærin eru í 2100 m hæð eða álíka og Hvannadalshnjúkur. Þeir komust þangað alla leið í dag, en vegna þess að þar var enga gistingu að fá, þá fóru þeir einhverja 50 km. til baka til að fá gistingu sem er í óupphituðum kofa með útikamri. Alveg dásamlegt hús eins og þeir orðuðu það. Höfðu keypt sér brauðhleif, oststykki, pulsu bita og smá bjór sem var þeirra kvöldmatur í dag. Veðrið í dag er búið að vera frekar hryssingslegt, 5 - 9°C og strekkingur (og skítkalt) eins og Sverrir sagði, en rosalega gaman að hjóla í þessu landslagi. Á morgun ætla þeir inn í Mongólíu og hjóla þar um í nokkra daga til að skoða sig um áður en þeir halda til höfuðborgarinnar. Minni á bloggið hans Sverris í dag. |
|
Sast uppfrt ( Wednesday, 06 June 2007 ) |
< Fyrri | Nst > |
---|