30. maí - Gangnamannakofinn PDF Print
Wednesday, 30 May 2007

Lögðu frekar seint af stað í morgun en þeir þurftu að komast í búð sem opnaði kl. 9.

Þegar þeir komu að landamærunum var allt rafmagnslaust þannig að þeir þurftu að fara aftur til baka um 50 km. í bæinn sem þeir höfðu gist í síðustu nótt til að fá meira bensín.

Það tók um 3 klst. að fara út úr Rússlandi og inn í Mongólíu. Það gekk allt saman vel, en öll pappírsmál taka tíma. Þeir hittu Bernard hinn Svissneska á landamærunum. Hann var þá að gefast upp, leist ekkert á þessa "malarvegi".

Landslag allt minnir mikið á Ísland. Þeim finnst þeir vera hjóla á Sprengisandi eða Kili. En það er kannski ekki svo skrítið því Mongólía er mikið eldfjallaland.

Hjóluðu 320 km. í dag þar af 220 í Mongólíu.

Þegar leið á daginn komu þeir að litlum bæ þar sem þeim var boðin gisting, en þáðu hana ekki, fannst þeir ekki öryggir með hjólin og dótið. Þannig að þeir hjóluðu svolítið lengra þangað til þeir komu að gangnamannakofa sem þeir ákváðu að sofa í í nótt.

Eru í 2185 m. hæð. Búast við að það taki þá 5 daga að komast til Úlan-Bator, höfuðborgar Mongólíu.

Ágætt gerfihnattarsamband og þeir kampakátir.

Sast uppfrt ( Wednesday, 30 May 2007 )
 
< Fyrri   Nst >