Ferðaáætlun |
Undirbúningur |
Útbúnaðarlisti |
Pappírar |
Styrktaraðilar |
Viðtöl |
Tenglar |
- - - - - - - |
Við erum hér |
Ferðirnar
Kringum heiminn |
Færeyjar og Skotland |
Suður Bretland |
Reykjavik - Nordkap |
Reykjavík - Gíbraltar |
Route 66 |
Alaska |
Los Angeles - Ushuaia |
01. júní - Tveir rykugir |
Friday, 01 June 2007 | |
Hjóluðu rúma 400 km. í gær. Í dag fóru þeir um 500 km. Rættist úr vegakerfinu þegar þeir komu að bænum Altai, slóðar skárri. Búið að vera steikjandi hiti og vestan vindurinn hefur fylgt þeim frá byrjun. Eru búnir að tjalda fyrir nóttina í lítilli lægð. Síðasta nótt var alveg glimrandi, dýnur mjög góðar en svokallaður "veltisvefn". Það eru 5 dagar síðan þeir fóru síðast í bað og segja þeir að það sé eins gott að ekkert kvenfólk sé nálægt, slíkur er fnykurinn, og líklegt að þeir komist ekkert í bað fyrr en þeir koma til höfuðborgarinnar. Þeir eru búnir að hjóla allan tímann á sömu dekkjum eða 11.600 km. Þeir hafa ekki skipt yfir í kubbadekkin og ætla ekki að gera það héðan af. Í tvo daga hafa þeir verið að hjóla með 80 oktan bensín sem er mjög lélegt, en hjólin hafa ekkert fundið fyrir því og virka alveg frábærlega vel. Þeir voru að fara kveikja upp í eldunargræjunum og samanstendur kvöldmaturinn í kvöld af brauðhleif, núðlum og svo hélt Einar að fararstjórinn lumaði á Coca Cola, einnig sötra þeir te og desert var mögulega í myndinni en fararstjórinn heldur utan um byrgðastöðina með harðri hendi og var kannski ekki alveg á því að lofa svo miklum kræsingum. Annars komust þeir í búð í dag, en ekki var mikið úr henni að hafa, aðallega vatn og súkkulaði. Bestu kveðjur frá kátum hjólaköllum í Mongólíu. |
|
Sast uppfrt ( Wednesday, 06 June 2007 ) |
< Fyrri | Nst > |
---|