Ferðaáætlun |
Undirbúningur |
Útbúnaðarlisti |
Pappírar |
Styrktaraðilar |
Viðtöl |
Tenglar |
- - - - - - - |
Við erum hér |
Ferðirnar
Kringum heiminn |
Færeyjar og Skotland |
Suður Bretland |
Reykjavik - Nordkap |
Reykjavík - Gíbraltar |
Route 66 |
Alaska |
Los Angeles - Ushuaia |
03. júní - Úlan-Bator |
Sunday, 03 June 2007 | |
Eru komnir til höfuðborgarinnar Úlan-Bator þreyttir og slæptir en kátir. Síðustu dagar hafa verið hreint ævintýralegir. Í fyrrinótt vöknuðu þeir í rykmekki. Úti fyrir geysaði hávaðarok og tjaldið fylltist. Síðan heyrðu þei hvað veðrið breyttist og nú buldi hávaða grenjandi rigning. Þetta stóð yfir í um 1 klst. en þeir vorum farnir að velta því fyrir sér hvort þetta ástand myndi vara jafnvel í fleiri daga, en sem betur fer þá var það nú ekki. Þeir kíktu út þegar lægði og var þá stjörnubjartur himinninn en töluvert hvasst ennþá. í gær var strekkingsvindur í bakið og ágætt að hjóla. En þegar þeir ætluðu að stoppa þá var það varla hægt svo mikið var rokið. Einar tók eftir því þegar þeir voru staddir í einum af litlu bæjunum sem þeir hjóluðu í gegnum að suðan á dekkjafestingunni hafði losnað. Með handapati og látum reyndu þeir að gera sig skiljanlega um hvað þá vantaði og var loks bent á mann sem var þarna rétt hjá að bauka við eitthvað og hann sauð þetta saman fyrir þá, og gerði það mjög rækilega. Þeir héldu áfram í belging og alltaf sama spennan og fjörið. Komu í bæ þar sem þeir ætluðu að fá bensín en þá vildu þeir hvorki taka við rúblum né dollurum og ekkert gekk. Einhver benti á bankann en hann var auðvitað lokaður svo ekki dugði það. Hótelið í bænum gat ekki bjargað þeim. Og nú var gamanið farið að kárna. En svo sá Einar mann koma keyrandi á Landcruser og stoppaði hann og spurði hvar væri hægt að skipta peningum. Hann sagði þeim að elta sig að einhverjum gámi þar sem menn voru að vinna við að troða gærum í poka. Þar var maður sem gat loksins skipt peningunum fyrir þá og þeir fengið sitt bensín. Hjóluðu áfram í mótvindi og það kólnaði og var komið smá snjófjúk og um 2°C. Vegurinn þokkalega góður og þeir ákveða að drífa sig alla leið til Úlan-Bator en lenda síðan í að það eru vegaframkvæmdir og þeim bent á að hjóla einhverja hjáleið. Þeir voru orðnir þreyttir, búnir að hjóla í um 10 klst. orðið dimmt og Einar búinn að missa hjólið tvisvar í sandinum, þá ákváðu þeir að reyna finna náttstað og tjalda aftur. Komu að fjárrétt og tjölduðu þar. Bjuggu til varðeld, elduðu sinn útilegumat, klæddu sig í öll föt sem þeir voru með og fóru að sofa. Nóttin var frekar köld eða um -3°C. Héldu af stað um kl. 9 til Úan-Bator og voru komnir þangað um eitt leytið. Fóru á Ulan-Bator hótelið og fengu sér herbergi þar. Það fyrsta sem þeir gerðu var að fara og skola af sér ferðarykið og var ólýsanlegur liturinn á vatninu svo skítugir voru þeir. Eru búnir að hitta Þór Daníelsson hjá Rauða krossinum og hann ætlar að aðstoða þá á morgun með vísað inn í Rússland. Ætla að gerast túristar á meðan þeir bíða eftir pappírunum og reyna að fá gistingu í þessum hirðingjatjöldum sem þeir sjá alls staðar. Síðan verður haldið að Bajkal vatninu í Rússlandi. Þeim reiknast til að þeir séu ca. viku á undan áætlun og ef tímasetning helst í Rússlandi þá ætla þeir að nota þessa auka viku í Alaska, en þar reiknuðu þeir kannski með aðeins of knöppum tíma. En það eru tveir kátir bræður sem eru staddir í Úlan-Bator núna og biðja fyrir bestu kveðjur heim. |
|
Sast uppfrt ( Wednesday, 06 June 2007 ) |
< Fyrri | Nst > |
---|