Ferðaáætlun |
Undirbúningur |
Útbúnaðarlisti |
Pappírar |
Styrktaraðilar |
Viðtöl |
Tenglar |
- - - - - - - |
Við erum hér |
Ferðirnar
Kringum heiminn |
Færeyjar og Skotland |
Suður Bretland |
Reykjavik - Nordkap |
Reykjavík - Gíbraltar |
Route 66 |
Alaska |
Los Angeles - Ushuaia |
10. júní - Huggulegheit við varðeld |
Sunday, 10 June 2007 | |
Í dag hjóluðu þeir um 500 km, Eru ca. 200 km frá borginni Chita. Byrjuðu í leiðindaveðri í morgun, grenjandi rigningu en svo lagaðist það þegar leið á daginn. Vegirnir malbikaðir og góðir og mikið af skóglendi. Eru búnir að tjalda og sátu við varðeld þegar þeir höfðu samband. Vildu ekki samþykkja að stemningin væri "rómantísk" þarna hjá þeim, til þess vantaði þá betri helmingana sína, en ósköp notalegt gátu þeir játað, og ánægðir með daginn. Stjörnuspáin hans Einars fyrir daginn í dag hljómar svona: Stjörnurnar biðja þig um að forvitnast um heiminn þinn, ekkert minna. Þeim finnst þú nefnilega bæði hugrakkari og klárari en þér finnst sjálfum. Sverris stjörnuspá er: Þér finnst þú vera að drukkna í vinnu. Þú leggur mikið á þig og haltu því áfram. Þú verður brátt verðlaunaður á glæsilegan hátt fyrir dugnaðinn. Hvað er svona ferð annað en mikil vinna. Stundum er gaman að velta þessum stjörnuspám fyrir sér bæði í gamni og alvöru. En satt er að bæði eru þeir hugrakkir og duglegir! |
|
Sast uppfrt ( Sunday, 10 June 2007 ) |
< Fyrri | Nst > |
---|