Ferðirnar
Kringum heiminn |
Færeyjar og Skotland |
Suður Bretland |
Reykjavik - Nordkap |
Reykjavík - Gíbraltar |
Route 66 |
Alaska |
Los Angeles - Ushuaia |
11. júní - Chita. |
Monday, 11 June 2007 | |
Vöknuðu um kl. 7 í morgun í grenjandi rigningu og kulda. Ákváðu að halda kyrru fyrir, en um kl. 11 nenntu þeir ekki að bíða lengur, tóku dótið saman, allt rennandi blautt og héldu af stað. Hjóluðu um 300 km. í norðan garra til borgarinnar Chita. Hún heilsaði þeim grá og drungaleg. Þar sem þeir voru að hjóla og leita að hóteli þá kallar til þeirra maður úr bíl "problemo". Sverrir talar við manninn og segir þá vera að leita að hóteli. Hann segir þeim að elta sig og fer með þá á Kínverskt hótel þar í bæ. Það kemur í ljós að þessi maður rekur bifreiðaverkstæði og býðst til þess að geyma hjólin, en engin aðstaða var á hótelinu til þess. Spurning hvor þeir sjá hjólin aftur, en við verðum bara að vona það besta. Þeir voru búnir að snæða ágætan kínverskan kvöldmat og svo var karokíið dregið fram, en ekki létu þeir fylgja hvort þeir höfðu tekið lagið með heimamönnum. Á morgun er frídagur í Rússlandi. Þeir ætla að nota tímann til þess að skipta um dekk en það er ekki víst að vegakerfið sé allt malbikað framundan, þeir búast frekar við malar- eða leirbornum vegum. Einar lagðist flatur í drullu í morgun, en sem betur fer þá skemmdist ekkert og hann slapp alveg. Hótelherbergið þeirra er eins og þurk klefi, föt og tjald upp um allt, enda var allt blautt eftir síðustu nótt og ekki gott að halda áfram í þannig ástandi. Þeir reikna með að verða komnir ca. viku fyrr til Vladivostok og taka þá ferjuna yfir til Japan þann 24 júní. Flugan er farin að angra Einar aftur, en Sverrir sleppur alveg. Kveðjur úr rigningunni í Chita. |
|
Sast uppfrt ( Tuesday, 12 June 2007 ) |
< Fyrri | Nst > |
---|