Ferðirnar
Kringum heiminn |
Færeyjar og Skotland |
Suður Bretland |
Reykjavik - Nordkap |
Reykjavík - Gíbraltar |
Route 66 |
Alaska |
Los Angeles - Ushuaia |
12. júní - Stanislav |
Tuesday, 12 June 2007 | |
Í dag vöknuðu þeir í sól og blíðu. Stanislav (sá sem geymdi hjólin) kom til þeirra á Yamaha hjólinu sínu (já, getur það verið) og fór með þeim á verkstæðið þar sem hjólin biðu þeirra í góðu yfirlæti. Þeir skiptu um dekkin, bæði framan og aftan. Eru búnir að hjóla um 14.000 km á hinum sem hlýtur að teljast alveg frábært. Töluðu þó um að það væri samt eitthvað eftir af þeim, en vegna þess að vegakerfið er að breytast þá væri vissara að setja kubbadekkin undir. Svo hjólaði Stanislav með þeim fyrst í hraðbankann og síðan út úr borginni. Þegar þeir kvöddust þá tók hann af þeim loforð um að þeir myndu hringja í sig frá Vladivostok, svona til að láta hann vita hvernig hefði gengið. Frábært að hitta þennan náunga og hjálpsemin í fyrirrúmi. Hjóluðu síðan um 300 km. Þeir eru komnir á malar- og leirveg og er hraðinn svona álíka og í Mongólíu. Á leiðinni er frekar lítið af bæjum en litlar bensínstöðvar hér og þar. Rússarnir fara mikið til Japan að ná sér í bíla og eru þá að ferja þá heim, svo umferðin er mest á móti. Þeir fylgja Síberíulestinni en vegakerfið er hægfara svo þeir búast við því að það taki þá um 7 - 8 daga að komast til Vladivostok. Tjölduðu í litu skógarrjóðri og kokkurinn var að undirbúa veislu kvöldsins. Síðustu dagar hafa virkilega tekið á, en þegar sólin skín og allir hlutir ganga vel þá léttist allt. Þeir eru núna 10 klst. á undan okkur, þannig að þegar við erum að skríða á fætur þá eru þeir að fara í koju.
|
|
Sast uppfrt ( Thursday, 14 June 2007 ) |
< Fyrri | Nst > |
---|