Ferðaáætlun |
Undirbúningur |
Útbúnaðarlisti |
Pappírar |
Styrktaraðilar |
Viðtöl |
Tenglar |
- - - - - - - |
Við erum hér |
Ferðirnar
Kringum heiminn |
Færeyjar og Skotland |
Suður Bretland |
Reykjavik - Nordkap |
Reykjavík - Gíbraltar |
Route 66 |
Alaska |
Los Angeles - Ushuaia |
15, júní - Komnir niður á láglendið |
Friday, 15 June 2007 | |
Í dag er 15 júní og hjóluðu þeir um 400 km. Fyrstu 300 km. voru á grófum malarvegi með miklu ryki, en síðan hjóluðu þeir inn á flottan malbikaðan veg með fínum götuljósum, en svo allt í einu birtust steipuklossar og vegurinn endaði. Hittu þá menn sem voru á rússa jeppa sem bentu þeim á að fara sveitarveg. Þar voru þeir komnir á svæði sem var akuryrkja og sléttur. Nú er orðið hlýrra á nóttunni enda eru þeir í um 150 m. hæð, sem sagt komnir niður á láglendið. Í gær þegar þeir fóru í Magasínið (matvörubúðina) að versla í matinn þá fylltist allt af fólki. Sverrir tók myndir og spjallaði á sinni íslensku við það. Svo þegar þeir voru að fara þá kom einn starfsmaður með mynd af starfsmönnum búðarinnar og bað þá um að árita hana. Þannig að þeir eru búnir að vera árita myndir hér og hvar. Og svo í dag þegar þeir fóru í búðina þá var þar ca. 12 ára stelpa sem talaði svona líka góða ensku og spurði þá hvaðan þeir væru og spjölluðu þeir við hana. Svo kom einn maður sem var aðeins búinn að fá sér í aðra tána af vodka, og bað þá um eiginhandaráritun! Núna stendur mælirinn hjá Einari í 15.555 km. Hafa þeir hjólað ca. 402 km. á dag að meðaltali. Dekkin koma vel út, hafa staðist vel þessa leið. Svo á morgun þá er meiningin að reyna finna aftur leið inn á hraðbrautina til Vladivostok, en það eru um 1700 km eftir þangað. |
|
Sast uppfrt ( Saturday, 16 June 2007 ) |
< Fyrri | Nst > |
---|