Ferðirnar
Kringum heiminn |
Færeyjar og Skotland |
Suður Bretland |
Reykjavik - Nordkap |
Reykjavík - Gíbraltar |
Route 66 |
Alaska |
Los Angeles - Ushuaia |
14. maí 2013 |
Tuesday, 14 May 2013 | |
Erum komnir til lítils bæjar rúma 100 km fyrir sunnan Madrid. Við eigum eftir um 520 km til Tarifa og reiknum með að ná þangað upp úr hádeginu á morgun. Við byrjuðum um kl sjö í morgun í skýjunum ágætis veðri. Fljótlega eftir að við komum inn í Spán brást á með sól og hita og landslagið breyttist til hins betra, með fjöllum og góðu útsýni eftir að við komum upp á hásléttuna. Sléttan er í um 600 m hæð en við fórum hæst í 1500 m.
Það gekk á ýmsu í dag, keðjan fór af hjólinu hjá Sverri á fullri ferð á hraðbraut og þurfti tilfæringar til að ná henni og setja á hjólið aftur. Þetta tókst allt ma. með góðri hjálp vegalögreglunnar.
Við lentum í skýfalli, hagléli, þrumum og eldingum með tilheyrandi stórflóði á hraðbrautinni rétt utan við Madrid en komumst heilir en hundblautir út úr því.
Allt í allt spennandi og góður dagur, líklega sá besti hingað til.
Fyrstu sólargeislarnir í ferðinni birtust á Spáni
Verið að gera við keðjuna á DR Big í skurði við hliðina á hraðbrautinni |
|
Sast uppfrt ( Tuesday, 14 May 2013 ) |
< Fyrri | Nst > |
---|