Ferðaáætlun |
Undirbúningur |
Útbúnaðarlisti |
Pappírar |
Styrktaraðilar |
Viðtöl |
Tenglar |
- - - - - - - |
Við erum hér |
Ferðirnar
Kringum heiminn |
Færeyjar og Skotland |
Suður Bretland |
Reykjavik - Nordkap |
Reykjavík - Gíbraltar |
Route 66 |
Alaska |
Los Angeles - Ushuaia |
17, júní - Khabarovsk |
Sunday, 17 June 2007 | |
Hjóluðu rúma 300 km. í dag í 23°C hita, frekar léttur dagur. Þegar þeir komu að borginni Khabarovsk fóru þeir einhvern hliðarveg og eftir smá spöl hittu þeir á lögguna. Ákváðu að stoppa til að spyrja til vegar. Þeir skildu auðvitað ekkert mennirnir en svo komu þarna að hjón með eitt barn í bílnum og maðurinn Alexai kunni ca þrjú orð í ensku, þannig að það var hægt að gera honum skiljanlegt að þeir væru að leita að hóteli, hann hringdi í einhvern kunningja sem gat talað ensku sem Einar talaði við og sagði hvað málið væri, síðan fékk Alexai símann aftur, þannig var hægt að leysa vandamálið. Enn og aftur eltu þeir bílinn að aðal túrista hóteli bæjarins. Hjálpsemin í fyrirrúmi enn og aftur og þakkarvert. Þeir fengu sér herbergi þar og sturtan var bæði heit og langþráð enda skítugir með eindæmum. Síðan var gallinn settur í bleyti í baðið og þar liggur hann nú. Skruppu á beauty salon á hótelinu og settist Sverrir fyrst í stólinn og bað um að hárið yrði allt rakað af. Vesalings stúlkan spurði hvort hann væri alveg viss og já hann var alveg viss. Síðan var tekið til við að fjarlægja lubbann. Síðan settist Einar í stólinn og sagðist vilja vera alveg eins og átti aumingja stúlkan mjög bágt með sig. En skeggin fengu að halda sér. Sem sagt ný klipptir og fínir. Eins og kom fram í viðtalinu hjá Hrafnhildi og Gesti Einari þá á mamma þeirra Ella afmæli í dag og hringdu þeir auðvitað til Parísar þar sem þau hjónakornin eru stödd ásamt Helgu og Frikka. Innilega til hamingju. Það eru mjög góðar myndir frá Khabarovsk á Google Earth. M.a. ætluðu þeir niður á ströndina sem er rétt við hótelið þeirra og njóta kvöldsins. Þjóðhátíðarkveðjur frá Rússlandi. |
|
Sast uppfrt ( Monday, 18 June 2007 ) |
< Fyrri | Nst > |
---|