Mótorhjólin PDF Print
Wednesday, 28 March 2007

Hér eru upplýsingar um mótorhjólið og þá aukahluti sem hafa verið settir á hjólið:

 

Mótorhjól:      Yamaha XT 660 R 2007  www.yamaha.is 

Svona lítur það út þegar það kemur nýtt. 

  yamaha xt660

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Grind fyrir topptösku:

Yamaha        https://www.yamaha-motor-europe.com

yamaha grind

 

 

 

 

 

 

 


Stærra gler:
    Yamaha   https://www.yamaha-motor-europe.com 

Þetta gler er ekki mjög hátt en brýtur þó mesta vindinn.  Ég vil ekki hafa glerið of hátt þó að það brjóti vindinn betur, því þá getur það verið fyrir manni þegar þarf að standa á hjólinu í erfiðu færi.

yamah gler

 

 

 

 

 

 

 


Sætið: 

Við notuðum upphaflega sætið en fórum með það til hans Auðuns Jónssonar bólstrara og hann breytti því fyrir okkur.  Við létum hann færa setuna svolítið aftar og um leið minnka framhallann á sætinu.  Einnig breikkaði hann setuna og klæddi sætið svo með góðu efni ætlað á mótorhjól.

RTW  myndir 022

 

Handhlífar:    Yamaha https://www.yamaha-motor-europe.com

yamaha handhlíf

 

 

 

 

 

 

 


Spoiler á handhlífar:
  Yamaha www.yamaha-motor-europe.com

yamaha spoiler

 

 

 

 

 

 

 


Ultra Heavy Duty slöngur:
   www.nitro.is

Michelin 4mm slöngur sem við settum strax í. Þessar eiga að vera ódrepandi og eru nánast eins og dekk inni í dekki.  

 

yamaha slanga

Töskur:     www.pelican.com   www.touratech.com

Pelican plastöskurnar hafa reynst okkur frábærlega og eru nánast sprengiheldar.  Þær þola ótrúlega mikið hnjask og högg, eru vatnsheldar og rykþéttar.  Við keyptum festingar frá Touratech sem við mixuðum á þessar töskur.  Það virkar mjög vel.

 

RTW  myndir 001     RTW  myndir 091  

  RTW  myndir 003

RTW  myndir 092

 

Innri töskur:  Seglagerðin Ægir   www.seglagerdin.is

Þessar töskur eru sérsaumaðar fyrir okkur og eru úr níðsterkum dúk og með sterkum rennilás.

RTW  myndir 002

 

 

 

 

 

 

Grindur fyrir töskur:      Hebco & Becker     www.hepco-becker.de

Þessar grindur eru frá Hebco & Becker og þurftum við aðeins að breyta þeim til að þær pössuðu með böglaberanum sem er frá Yamaha.  Það er ekki mikil breyting.


yamaha grind

RTW  myndir 083

 

Tanktaska:    Off the road       www.off-the-road.de

Einfaldar og góðar töskur.  Ég hef notað svona tösku áður og hafa þær reynst mjög vel.  Hægt að stækka þær og regnplast fylgir.  Auðvelt að taka töskuna af og setja á.


yamaha tankbag

 

 

 

 

 


Hlýfðarpanna:
           Off the road  www.off-the-road.de

Sterk og góð hlífðarpanna sem þurfum að hafa.  Eftir að hafa tekið upprunalega pústkerfið undan þá hækkaði töluvert undir hjólið og yamaha hlífðarpannan passaði ekki lengur.


yamaha hlífðarpanna

RTW  myndir 064

 

Miðjustandari:        Off the Road www.off-the-road.de

Sterkur og góður miðjustandur sem er algjörlega nauðsynlegur þegar maður ferðast úr alfaraleið, því þá getur maður unnið við hjólið og tekið dekk undan og hjólið stendur áfram.  Við þurftum að lengja báða standarana, þ.e. miðjustandarann og hliðarstandarann þar sem hjólin hafa hækkað það mikið.

yamaha standari

 

 

 

 

 


Bensíntankur 26 lítra:     Off the Road  www.off-the-road.de

Þessi bensíntankur er úr plasti og tekur ca 26 lítra.  Það var svolítl vinna að setja hann á.  Það  kemur auka bensíndæla með tanknum sem dælir úr neðsta hluta tanksinns.  Þessa dælu þarf að finna pláss fyrir og búa til festingar fyrir hana.  Einnig þarf að tengja hana inn á vacum svo að hún virki.  Svo þarf líka að færa yfirfallstankinn fyrir kælivökvann og kemur nýr tankur með.  Hann er settur undir sætið þar sem lítð hólf er sem ætlað er fyrir værkfæri.  Síðan þarf að sjálfsögðu að mála hann og merkja.  En með þessum tank má ætla að við getum ekið ca 550 km.

yamaha tankur

RTW  myndir 084

RTW  myndir 020 RTW  myndir 026

 

 

 Pústkerfi 2 í 1 :     Off the Road  www.off-the-road.de

Þetta kerfi er mun betra en upphaflega pústkerfið.  Bara við það að skipta um pústkerfi, léttist hjólið um 13 kg.  Einnig hækkar verulega undir hjólið því að upphaglega pústkerfið liggur undir hjólið og er því lægsti punktur.  Þetta var ekki mjög mikil aðgerð, en þó þurfti að færa forðabúrið fyrir afturbremsuna og einnig að breyta slöngunni fyrir öndunina inn á vélina.

yamaha púst

RTW  myndir 034

RTW  myndir 023   RTW  myndir 066

 

Stýri:      WRP Fat Bar  www.nitro.is

Stýrið skiptum við um einfaldlega vegna þess að upphaflega stýrið er úr járni og ef maður leggur hjólið á hliðina eða dettur, þá er alvek klárt að stýrið bognar.  Þess vegna settum alvöru ál Fat Bar stýri sem er miklu sterkara.

yamaha stýri

 

 

 

 

 

 

 

 

Upphækkun á stýri:   www.nitro.is

Við hækkuðum stýrið um ca 3,5 cm og er hjólið miklu betra eftir það.

RTW  myndir 108

 

Hraðafestir:

Þennan einfalda búnað fann ég í USA þegar ég var að þvælast í einhverri mótorhjólabúðinni í vetur.  Þetta er ótrúlega einfalt og auðvelt að setja í.  Það getur verið gott að geta fest bensíngjöfina til að hvíla sig pínulítið þegar um langar vegalengdir er að ræða.

RTW  myndir 113    RTW  myndir 087

 

 

Gps:    Garmin Zumo 550      www.rs.is   www.garmin.com

Frábært tæki sérhannað fyrir mótorhjól.  Vind og vatnsþétt og mjög auðveld í notkun, jafnvel þó að maður sé með hanska á sér.  Tækið er með stórt minni þannig að við getum verið með öll þau kort sem við þurfum í tækinu.  Það er mikill kostur. 

yamaha zumo

 

RTW  myndir 109

 

Vatnsgeymsla:     Heimatilbúið: Homemade:   www.rtw.is

Þetta rör settum við í plássið sem myndaðist þegar við tókum annan hjóðkútinn af hjólinu.  Við sáum þarna tækifæri til þess að nýta plássið og því settum við þetta rör.  Inn í þetta rör passa akkúrat 2 stk 2ja lítra Pepsi Max.  Ótrúlegt en satt.  Þarna getum við því sett samtals 4 lítra af vatni.

RTW  myndir 117    RTW  myndir 121

 

Hleðsla:

Við útbjuggum og tengdum auka rafmagnsúttak og settum það í topptöskuna.  Þetta er þrefalt tengi og er til þess að geta hlaðið hin ýmsu raftæki, síma, video, myndavélar ofl.

RTW  myndir 115   RTW  myndir 116

 

Drullusokkur:

Við settum drullusokka að aftan og framan til að hlífa okkur við að blotna og verða eins skítugir þegar við hjólum í rigningu.  Við keyptum einfaldlega efni hjá Efnissölunni uppi á höfða og sniðum og skrúfuðm á.

RTW  myndir 114

 

Talstöðvar:  Icom  www.icomamerica.com    www.peltor.se   www.aukaraf.is

Talstöðvarnar eru frá ICOM sem Aukaraf flytur inn og hefur umboð fyrir.  Þetta eru frábærar stöðvar sem leysa öll okkar samskiptamál á leiðinni kringum hnöttinn.  Við þær tengjum við rofa sem festur er á stýrið og í þann rofa tengjum við svo headsettin sem eru í hjálmunum.  Þetta virkar frábærlega.  Headsettin eru frá Peltor og það er verslunin Dynjandi sem flytur þau inn.  Þetta eru frábær sett og þola mikið hnjask og má nefna að allar björgunarsveitir á Íslandi nota þessi sett.

RTW  myndir 127   RTW  myndir 125   RTW  myndir 126

 

Hjólin fyrir og eftir:

Hér sést hjólið fyrir og eftir breytingu:

orginal yamaha

RTW  myndir 096

 

 

Sast uppfrt ( Saturday, 05 May 2007 )