Ferðaáætlun |
Undirbúningur |
Útbúnaðarlisti |
Pappírar |
Styrktaraðilar |
Viðtöl |
Tenglar |
- - - - - - - |
Við erum hér |
Ferðirnar
Kringum heiminn |
Færeyjar og Skotland |
Suður Bretland |
Reykjavik - Nordkap |
Reykjavík - Gíbraltar |
Route 66 |
Alaska |
Los Angeles - Ushuaia |
19. júní - Vladivostok |
Tuesday, 19 June 2007 | |
Hjóluðu þá ca. 450 km. sem eftir voru til Vladivostok í dag í strekkingsvindi og frekar svölu veðri. Skrítin tilfinning að komast ekki lengra á hjólunum, horfandi út á hafið og Japan í tveggja daga siglingarfjarlægð. Fundu Hótel Vladivostok sem þeir höfðu séð þegar þeir horfðu á DVD mynd af hjólaferðalöngum sem fóru nánast sömu leið og gistu einmitt þarna. Einar sagði áður en hann fór að þarna myndi hann pottþétt gista ef þeir kæmust til Vladivostok og það stóðst. Frábær árangur. Ferðalagið er hálfnað á morgun í dagafjölda en kílómetrarnir eru orðnir 17.000, en þeir reiknuðu ferðina ca. 30 - 32.000 km. Einnig vantar 23° uppá að þeir séu hálfnaðir hringinn, en það gerist þegar þeir fljúga yfir til Alaska. Og nú er 11 klst. munur. Fóru á steikhús og gæddu sér á dýrindis nautasteik sem bragðaðist alveg afbragðs vel eftir allt pastað! Á morgun þurfa þeir að þrífa hjólin og komast í samband við skipafélagið sem þeir ætla með yfir til Japans. En ánægðir og kátir með að hafa náð þessum frábæra árangri að vera búnir að hjóla þvert yfir Rússland og horfa óþreygjufullir yfir til Japans, en það verður spennandi að hjóla þar, sérstaklega þar sem vinstri umferð er þar í landi úps!
|
< Fyrri | Nst > |
---|