Ferðirnar
Around the world |
The Faroe Islands and Scotland |
Suður Bretland |
Reykjavik - Nordkap |
Reykjavík - Gíbraltar |
Route 66 |
Alaska |
Los Angeles - Ushuaia |
19. maí 2013 |
Monday, 20 May 2013 | |
Hjóluðum rétt rúma 500 km í dag. Héldum áfram eftir Miðjarðarafs ströndinni með stefnuna á Monaco. Á leiðinni datt okkur í hug að heilsa upp á stórstjörnurnar í Cannes úr því að við vorum í nágreninu. Við hittum örugglega einhverja fræga þó við höfum kanski ekki þekkt þá en allavega var gaman að hjóla strandveginn innan um flótta bíla og flott fólk. Okkur fanst við samt ekki passa alveg inn í myndina, kappklæddir í hjóla föt á "torfæru" móttorhjólum. Eftir Cannes fórum við til Monte Carlo og sáum að undirbúningurinn fyrir Formúlu keppnina næstu helgi er langt kominn. Við gátum hjólað hluta brautarinnar, framhjá Casinoinu, S-beygjuna og brekkuna upp að Casinoinu. Þetta verður ofarlega í minningunni eftir ferðina. Eftir góðan tíma í Monaco héldum við áfram í Ítalíu.
Stutt pása á leiðinni
|
|
Last Updated ( Monday, 20 May 2013 ) |
< Prev | Next > |
---|