Ferðirnar
Around the world |
The Faroe Islands and Scotland |
Suður Bretland |
Reykjavik - Nordkap |
Reykjavík - Gíbraltar |
Route 66 |
Alaska |
Los Angeles - Ushuaia |
22. maí 2013 |
Thursday, 23 May 2013 | |
Ágætur dagur að kvöldi kominn. Fórum frá gististaðnum í Moseldalnum í skýjuðu og frekar köldu veðri eftir að hafa smurt og yfirfarið keðjuna hjá Sverri. Héldum áfram norður Moseldalinn og þaðan yfir í Rínardalinn eftir stórskemtilegum heiðavegi með brekkum og mjög kröppum beygjum. Héldum áfram til ármóta Mosel og Rínar í Koblens.
Þar var veðrið orðið mun leiðinlegra, hitinn um 7 gráður farið að rigna. Hjóluðum um 150 km eftir skemtilegum sveitavegum en gáfumst þá upp á veðrinu og færðum okkur yfir á hraðbrautir til að hála inn kílómetrum. Enduðum á þessu líka fína sveitshóteli og sáum, ótrúlegt en satt, til sólar eftir að hafa fengið okkur snitzel og bjór. Hringdum í tengdamömmu og sungin afmælissönginn fyrir hana eins og við gerðum fyrir pabba í gær.
Ætlum til Schleswig á morgun.
Á leið frá Mosel yfir að Rín Á ármótum Mosel og Rínar við Koblens |
< Prev | Next > |
---|