Ferðirnar
Kringum heiminn |
Færeyjar og Skotland |
Suður Bretland |
Reykjavik - Nordkap |
Reykjavík - Gíbraltar |
Route 66 |
Alaska |
Los Angeles - Ushuaia |
26. júní - Japan |
Tuesday, 26 June 2007 | |
Loksins komnir til Japans, búnir að leysa hjólin út sem er sólarhring fyrr en þeir bjuggust við. En merkilegt að vera á japönskum hjólum, og hafa hjólað alla leið til Japans á þeim. Hjóluðu einhverja 30 km, í vinstri umferð með einni smá skekkju sem var ekki mikið mál að leiðrétta sem betur fer. Öll skilti auðvitað á japönsku og ekki viðlit að skilja auðvitað, og lítið um að fólk tali ensku. Þannig að það eru erfið tjáskiptin. Sáu mikið af Drive-In hótelum á leiðinni og voru mikið að spá í að taka bara svoleiðis gistingu svona fyrstu nóttina þangað til þeir áttuðu sig á því að þetta voru í raun "hóruhús" þar sem gisting er ódýr en það sem fylgir kostar! En fararstjóri dagsins fann lúxushótel þar sem þeir gista á í nótt. Planið fyrir næstu daga er að fara til Tokyo og vera komnir þangað á fimmtudag, fara í sendiráðið og ná í pappíra og athuga með flutninginn yfir til Alaska. Svo voru þeir komnir í samband við mótorhjólaklúbb Cayoun (eða eitthvað svoleiðis) og kannski hitta þeir einhverja meðlimi hans. Það er um 25° C hiti og rakamistur í Japan og 9 tíma munur núna.
Í gær voru liðnar 7 vikur af ferðalaginu og 6 vikur eftir. |
< Fyrri | Nst > |
---|