30. júní - Hjólað um Japan |
|
|
Sunday, 01 July 2007 |
Þeir eru búnir að vera að hjóla með Cajun mönnum í Japan. Þetta eru allt "útlendingar" sem flestir eru kvæntir japönskum konum.
Í dag hafa þeir hjólað um 420km í frábæru landslagi, á góðum hjólavegum og í góðu veðri. Nálægt Tokyo var hitastigið um 30°C og mjög rakt en þegar á leið og þeir voru komnir hærra minnkaði rakinn og hitastigið var nær 25°C og fór niður í um 20°C um kvöldið. Þeir eru núna í nokkurskonar Húsafelli þeirra Japana, tjaldstæði og bústaðir, þar sem þeir gista í nótt og halda svo áfram að hjóla með hópnum á morgun. Þetta er búið að vera rosalega gaman hjá þeim og það er búið að vera skemmtilegt að hitta svona hóp sem þeir þekkja ekkert en ná vel saman við og tengjast í gegnum sameiginlegt áhugamál.
Á mánudaginn heldur svo alvaran áfram en þeir þurfa að finna leið til að græja flutning á hjólunum til Alaska.
|
Sast uppfrt ( Sunday, 01 July 2007 )
|