2. júlí - Hótel Wasington PDF Print
Monday, 02 July 2007

Eru búnir að skila íbúðinni af sér og kveðja Antony Hardy.

Dagurinn í dag hefur farið í að ganga frá flutningsmálum bæði fyrir hjólin og þá. Eru þeir búnir að afhenda flutningsmiðlara hjólin og eiga þeir pantað far til Anchorage í Alaska á miðvikudaginn. Allt kostar þetta sitt, en það var svo sem vitað áður en þeir lögðu af stað.

Eru nú staddir á Narita flugvellinum fyrir utan Tókíó á hóteli sem heitir Wasington. Þar upplifðu þeir að geta horft á bandaríska mynd í sjónvarpinu með ensku tali og var það sérstök upplifun. Ótrúlegt hversu litlir hlutir geta skipt máli.

Á morgun verður klárað að ganga frá pappírsmálum og svo er flugið klukkan 17.00 þann 4. júlí. Þetta er um 16 tíma ferðalag og fara þeir milli daga, þannig að reiknuð lending er sama tíma og dag og þeir lögðu af stað. 

Sast uppfrt ( Monday, 02 July 2007 )
 
< Fyrri   Nst >