6. Desember 2014 PDF Print
Sunday, 07 December 2014
Í dag var fyrsti dagurinn á meginlandi Mexíkó. Við hjóluðum yfir 500 km og erum svo gott sem nákvæmlega þar sem við hefðum verið ef við hefðum tekið ferjuna frá La Paz til Mzatlan. Með því að taka ferjuna yfir til TopoloBampo græddum við tvo hjóladaga þar sem ferjan til Mazatlan fer ekki fyrr en á mánudag.
Landslagið hér á vesturströnd meginlands Mexíkó er mjög ólíkt því sem við sáum í Baja. Að megninu til er þetta ræktarland, mjög opið og fáir bæir. Við héldum okkur á hraðbrautinni megnið af deginum en síðdegis héldum við í áttina að ströndinni og upplifðum spennandi malarvegi sem stundum voru bara slóðar. Við hittum líka eitthvað af innfæddum, þeim og okkur til mikillar ánægju.
Deginum lauk í litlu og einföldu hóteli í bænum El Rosario. Veðrið fer hlýnandi með hverjum degi, og núna þegar ég er að skrifa þetta kl 8 að kvöldi er hitastigið 26°C
 
Today was the fyrst day on mainland Mexico. We covered over 500 km and are basically where we would have been had we taken the ferry from La Paz to Mazatlan. By taking the ferry to TopoloBampo we have gained two riding days as the the Mazatlan ferry is crossing the bay on Monday.
The landscape here on the west coast of mainland Mexico compared with Baja is very different. The majority is farmland with open space and few towns. We stayed on the free-way for the biggest part of the day but in the afternoon we took a detour in the direction of the coast and enjoyed exiting gravel roads, sometimes only tracks, and met the local people to everybody's enjoyment.
We ended the day in a small simple hotel in the town El Rosario. The weather is getting warmer every day and now when writing this at 8:00 pm the temperature is 26 centigrades.
 
Image
The view from my motorcycle 
 
Image
Talking to the locals
 
Image
Kids are the same everywhere in the world - curious
 
Image 
Our fellow users of the road 
Last Updated ( Sunday, 07 December 2014 )
 
< Prev   Next >