13. Desember 2014 PDF Print
Sunday, 14 December 2014

Annar dagurinn í Guatemala var að megninu til eins og sá fyrsti. Landslagið dásamlegt og veðrið gott. Ég tók eftir því að það voru oft börn við götuna að veifa bílunum. Ég ákvað að stoppa og komast að því hvers vegna, sannleikurinn er sá að þetta voru allt betlarar. Þvílíkt líf.
Við fórum í gegnum borgina Guatemala og þvlík martröð að gera það að degi til. Meira en tveir tímar í umferððaröngþveiti þar sem við komumst lítið og þurftum að berjast fyrir smá rými á götunni. Yfirleitt reynum við að forðast borgirnra en það er ekki alltaf hægt. Eins og svo oft áður var tekin mynd af mér og eldabuskunni sem við keyptum matinn hjá.
Enn einum áfanga ferðarinnar var náð þegar við fórum yfir landamærin inn í El Salvador. Það tók okkur þrjá tíma með mikilli bið en engum vandamálum. Við stoppuðum við fyrsta hótelið þar sem það var að koma myrkur og sáum allskyns marglit ljós og fengum smjörþefinn af jólunum.
Í dag hjóluðum við frá einum enda El Salvadors til annars, um 300 km. Aðal munurinn á El Salvador og Guatemala er að við komum niður úr fjöllunum og vorum á milli 40 og 400 m yfir sjávarmáli. Þegar við fórum yfir eina brúnna sáum við vatnsaflsstöð öðrumegin og skírn hinumegin. Við fórum yfir landamærin inn til Honduras og enn aftur tók það tímann sinn, en í þetta sinn "bara" tvo tíma.
Við ákváðum að gista eina nótt í Honduras þrátt fyrir að við munum bara hjóla 130 km í landinu. Erum búnir að tékka okkur inn á hótel í bænum Choluteca og þurfum nauðsynlega að komast í sturtu. Allar rúturnar á veginum spýja yfir okkur sóti og þar sem hitastigið er búið að vera vel yfir 30°C og við í hlífðarfötunum að svitna eins og...
Á morgun förum við yfir enn ein landamærin. Í þetta sinn inn til Nicaragua.

Day two of Guatemala was for the most of the day more of the same from day one. The landscape spectacular and the weather good. I had noticed that along the road were very often groups of children waving at the cars. I decided to stop and see what it was all about and the truth is that all these children are working as beggars. What a life.
We rode through Guatemala city and what a nightmare during daytime. More than two hours spent in traffic chaos with little movement and lot of fighting for room on the street. We always try to avoid the cities but it is not always possible. Like so often I get a picture of me and the person serving food and lunch in Guatemala city was no exception.
One more milestone was reached in the expedition as we crossed the borders into El Salvador. The crossing took three hours and lot of waiting but no problems. We stopped at the first available hotel as it was getting dark and experienced colorful lights and a little bit of Xmas feeling.
Today we basically rode from one end to the other in El Salvador approx. 300 km. The main difference between Guatemala and El Salvador is that we left the mountains and came down to altitude between 40 to 400m above sea level. When crossing a bridge there was a hydro power-plant on one side and beautiful landscape and a baptism on the other. We crossed the borders into Honduras and again the crossing was time consuming but it took "only" two hours this time. 
We decided to stay one night in Honduras even though we only have to ride 130km in the country. We have now checked in at a hotel in the town if Choluteca and needed a shower. We were covered in soot from the many buses that are on the road and the temperature has been well over 30 centigrades today and we in our motorcycle gear sweatting like ......
Tomorrow we are once more border crossing. This time into Nicaragua.

 

 

 

Tvö myndskeið úr ferðinni hingað til.

 

Sast uppfrt ( Friday, 19 December 2014 )
 
< Fyrri   Nst >