24. júlí - Ridgecrest PDF Print
Wednesday, 25 July 2007

Dossi og  Skúli náðu í hjólin í morgun. Einar og Sverrir fóru í að skipta um síur og olíur á hjólunum sínum og gera þau klár fyrir ferðina. Svo um hádegisbilið var lagt af stað.

Hjóluðu um 300 km. til lítils bæjar sem heitir Ridgecrest og er svolítið norðar en þeir voru og í eyðimörkinni. Hitinn er búinn að vera um 35 - 40° C í dag, semsagt dáldið heitt en þeir bera sig vel.

Leiðin minnti mikið á Mongólíu nema nú var ekið á malbiki ekki malarvegi.

Á morgun fara þeir Death Valley sem liggur mest  86 metra fyrir neðan sjávarmál svo það er hægt að búast við miklum hita þar. Og áfram halda þeir  til Las Vegas! 

Sast uppfrt ( Saturday, 28 July 2007 )
 
< Fyrri   Nst >