30. Desember 2014 |
Tuesday, 30 December 2014 | |
Við erum búnir að kveðja Perú og erum komnir til Chile.
Upplifunin af Peru er mjög blönduð. Fólkið er vinalegt og ber af sér góðan þokka. Þú sérð fólkið að sópa gólfin og líka gangstíginn fyrir framan húsin sín. Það sjást líka verkamenn að sópa hraðbrautirnar. En allsstaðar á almenningsstöðum, sérstaklega rétt fyrir utan bæina eru haugar af rusli. Það er sorglegt að sjá hversu litla virðingu þeir sýna landinu sínu.
Í Perú upplifðum við bara sand og eyðimörk. Þar sem við erum að fylgja PanAmerica hraðbrautinni fórum við meðfram vesturströndinni og þar er bara sandur. Í miðju landi eru fjöll og á austurströnd Perú eru regnskógar.
We have now said goodbye to Peru and have started our journey in Chile.
The experience from Peru is mixed feelings. The people are friendly and give a good impression. You see people sweeping the floors and even the dirt pavement in front of their houses. You even see workers sweeping the highway. But everywhere in public areas especially just outside the small towns there are piles of litter. It's sad to see how little respect they have for their country.
The Peru we have experienced is only sand and dessert. As we are following the PanAmerica highway we rode on the west coast and that is only sand. In the middle there are mountains and on the east side of Peru is the rainforest.
|